Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Lágur sess hægur

Fyrsta ljóðlína:Völt í flestu veröldin er
Bragarháttur:Ferskeytt (ferskeytla)
Viðm.ártal:≈ 1825
Tímasetning:1833
1.
Völt í flestu veröldin er,
vænn er sessinn lægri.
Að sínu láni sjái hver
seint á endadægri.
2.
Þeir, sem tyllast heldur hátt,
hrapa fyrri vonum
þeir svífa niður seint eða brátt,
sona gekk það honum.
3.
Þeir, sem bíða skin og skúr,
skeyta ei neitt um þetta
og hafa þá ekki heldur úr
hávum söðli að detta.