Harmagrátur þess mótlætta og af Guði huggaða | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Harmagrátur þess mótlætta og af Guði huggaða

Fyrsta ljóðlína:Á einum Guði er allt mitt traust
Bragarháttur:Átta línur (tvíliður) fer- og þríkvætt aBaBcDcD
Viðm.ártal:≈ 1675
Tímasetning:1674
Flokkur:Sálmar
Á einum Guði er allt mitt traust
Annar psalmur s[síra] H[allgríms] P[éturs]sonar]
1.
Á einum Guði er allt mitt traust
öngvu skal eg því kvíða.
Angur míns hjarta efalaust
á sér hans mildin blíða.
En(n) þó hörmungar efnin vönd
á mig frekt gjöri að leita
almáttug drottins hægri hönd
hún kann öllu að breyta.
2.
Innra mín sála angur ber,
oftlega má eg það finna,
kvíðandi þungum hefndum hér,
til hvörra eg gjörði að vinna.
Samviskan hræðist syndagrönd
sorgir því hugann mæða.
Almáttug drottins hægri hönd
hún kann það best að græða.
3.
Ytra er hold af hryggðum þjáð,
harðlega krossinn þrengir.
Þolinmæðinnar þverrar dáð
þess meir sem tímann lengir.
Hvörgi má fást um lög né lönd
lækning við eymdarkvilla
nema míns drottins hægri hönd,
hún kann allt böl að stilla.
4.
Nálega er sú engin tíð
að ei mér sturlan færi.
Ytri barátta, innra stríð
önd og líkama særir.
Hvör kann við slíku að reisa rönd?
Ráðlaust er holdið veika.
Láti þó drottins hægri hönd
hjartað mitt ekki skeika.
5.
Mannanna stoð og styrkur bregst,
stofnar það oft til nauða.
Ævin með sorgum áfram dregst,
endar loksins með dauða.
Hljóta að skiljast hold og önd
og hérvist lífsins dvína.
Almáttug drottins hægri hönd,
hún geymir sálu mína.
6.
Í mínum Guði eg huggun hef
hvörju sem annað sætir.
Mig á hans vald og vilja gef,
veit eg það hann mín gætir.
Þó synda-, eymda- og sorgarbönd
sárt vilji hjartað meiða
almáttug drottins hægri hönd
hún mum *þau af mér greiða.
7.
Trúr er minn Guð sem treysti eg á,
trúr er Jesús, minn herra.
Hans blessuð forsjón best mun sjá
nær böl og eymd mín skal þverra.
Sem bylgjur hafs við sjávarströnd
sín takmörk ei forláta
eins skammtar drottins hægri hönd
hvörri sorg tíð og máta.
8.
Vil eg því gjarnan vera til friðs,
vil eg því öngvu kvíða,
vil eg af drottni vænta liðs,
vil eg so þreyja og bíða.
Minn herra, Jesús, meinin vönd
mýkir og allan trega.
Hans almáttuga hægri hönd
hjálpi mér eilíflega.
Amen
(Hallgrímur Pétursson: Ljóðmæli 3, bls. 19–29. Í útgáfunni er algerlega stuðst við Lbs 399 4to II, bl. 6v–7r, sem er meðal elstu handrita sálmsins, skrifað undir lok 17. aldar. Hér er sálmurinn birtur orðréttur eftir texta Ljóðmæla 3 nema vikið er til einu orði í 6.8 eftir öðrum handritum)
Lesbrigði:
6.8 þau] < (öll handrit nema Lbs 399 4to II og Lbs 739 8vo). því Lbs 399 4to II. þeim Lbs 739 8vo.
Handrit: Sálminn er einnig að finna í 36 eftirtöldum handritum fyrir utan aðalhandrit, Lbs 399 4to II. Þau eru: Lbs 1927 4to, bls. 197–199; Lbs 217 8vo, bl. 17r–20v; Lbs 237 8vo, bl. 55r–56v; Lbs 506 8vo, bls. 98–99; Lbs 509 8vo, bls. 63–65; Lbs 595 8vo, bl. 32r–33v; Lbs 739 8vo, bls. 58–61; Lbs 1119 8vo, bls. 343–345; Lbs 1157 8vo, bls. 165–167; Lbs 1246 8vo, bls. 95–97; Lbs 1337 8vo, bl. 102r–103r; Lbs 1530 8vo, bls. 42–45; Lbs 1536 8vo, bl. 119v–121r; Lbs 1724 8vo, bls. 152–154; Lbs 2065 8vo, bl. 7v–8v; JS 272 4to II, bl. 302v–303v = 2721; JS 272 4to II, bl. 374v–375v = 2722; JS 272 4to II, bl. 438r–439v = 2723; JS 643 4to, bl. 167r–v (óheilt); JS 141 8vo, bl. 224r–225r; JS 208 8vo, bls. 97–100; JS 416 8vo, bls. 145–146 (óheilt); JS 439 8vo, bl. 51v–53r; JS 443 8vo, bls. 363–366; ÍB 196 4to, bl. 32v–33r; ÍB 127 8vo, bls. 694–695; ÍB 128 8vo, bl. 78v–80r; ÍB 181 8vo, bl. 47r–48v; ÍB 242 8vo, bl. 45v–48r; ÍB 378 8vo, bls. 127–128; ÍB 495 8vo, bls. 147–150; ÍB 963 8vo, bl. 137r–139r; ÍBR 156 8vo, bl. 77v–80r (óheilt); Þjms 8862, bl. 149v–151r (óheilt); SÁM 3 8vo, bl. 133v–135r, og MS Boreal 113, bl. 6r–7v.