Átta línur (tvíliður) fer- og þríkvætt aBaBcDcD | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Átta línur (tvíliður) fer- og þríkvætt aBaBcDcD

Kennistrengur: 8l:[o]-x[x]:4,3,4,3,4,3,4,3:aBaBcDcD
Bragmynd:
Lýsing: Vinsæll háttur á 19. og 20. öld. Hátturinn ber stundum forliði og þríliði þótt tvíliðir séu ríkjandi. Hátturinn er náskyldur öðrum reglulegri (án forliða og tvíliðir einráðir), sbr. Í Hlíðarendakoti (Fyrr var oft í koti kátt) enda leyfir lagið, sem því ljóði fylgir, talsvert óreglulegan hátt.

Dæmi

Fyrr var oft í koti kátt,
krakkar léku saman,
þar var löngum hlegið hátt,
hent að mörgu gaman.
Úti um stéttar urðu þar
einatt skrítnar sögur,
þegar saman safnast var
sumarkvöldin fögur.
Þorsteinn Erlingsson: Í Hlíðarendakoti.

Ljóð undir hættinum

≈ 1900  Steingrímur Thorsteinsson (þýðandi) og Bernhard Severin Ingemann (höfundur)
≈ 1975  Jón Ólafsson ritstjóri (þýðandi) og Bjørnstjerne Bjørnson (höfundur)