Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Hæsta lof af hjartans grunni

Fyrsta ljóðlína:Hæsta lof af hjartans grunni
Viðm.ártal:≈ 1650
Flokkur:Sálmar

Skýringar

Síðasta lína hvers erindis er eins konar viðlag þar sem síðasta orð hennar er alltaf endurtekið með tilbrigðum í hverri vísu. Þannig ríma síðustu línurnar líka saman milli vísna.
Sálmurinn er stafrófssalmur, svonefndar griplur, þar sem upphafsstafir erindanna mynda nafnið Hallgrímur.
Hæsta lof af hjartans grunni
Söngvísa uppá X tíðir mannsins. Ver[s] síra H. P. S.
1.
Hæsta lof af hjartans grunni
hér seg eg með raust og munni
Jesú þeim mér ætíð unni
og aðstoð veitti á – barndóms tíð.
2.
Alla tíma að *mér gætti
ekkert so mig skorta mætti;
öll mín Jesús blíður bætti
barndómshót á – æskutíð.
3.
Lifi eg enn og lofgjörð segi
lausnara mínum á hvörjum degi;
nákvæm Jesú náð sig hneigi
nú til mín á – aldurstíð.
4.
Líkamsburðir þegar þrjóta
þinnar náðar vil eg njóta;
láti mig Jesús hressing hljóta
ef hjara skal eg á – ellitíð.
5.
Góðvild, tryggð og orð þitt eina
allra sé mín bótin meina;
styrki mig Jesú höndin hreina
í hvörri og einni – mótgangstíð.
6.
Ráð þú huga, hjarta og sinni,
holdi líka og sálu minni
að eg Jesú aðstoð þinni
fyrir öngva sleppi í – meðgangstíð.
7.
Ill ráð heims mig engin villi,
*andinn Guðs mitt hjartað stilli;
Jesú, þinni haldi eg hylli
hér og um alla – lífsins tíð.
8.
Minnstu á mig í miskunn þinni
þá mál er komið að hérvist linni;
sjá til, Jesú, sælu finni
sálin mín á – dauða tíð.
9.
Uppvek hold af svefni sínum
sem þú lofar í orðum mínum;
vægi Jesús málum mínum
miskunn þín á –dómsins tíð.
10.
Reikna mig fyrir blóð þitt blíða,
blessaður, meðal þinna lýða;
leyf mér, Jesús, lesa þar fríða
lofgjörð um – eilífa tíð.
Amen.
(Hallgrímur Pétursson: Ljóðmæli 3, bls. 118–124. Í útgáfunni er sálmurinn prentaður eftir handritinu Lbs 399 4to II, bl. 40v–41r. Auk þess er hann varðveittur í 17 kunnum handritum en er þó óheill í einu þeirra. Þessi handrit eru: Lbs 1927 4to, bls. 264–266; Lbs 2676 4to, bls. 227–228; Lbs 361 8vo, bl. 19r–v; Lbs 736 8vo, bl. 169r–v; Lbs 915 8vo, bl. 56v–57r; Lbs 1119 8vo, bls. 345–347; Lbs 1246 8vo, bls. 5–7; Lbs 1530 8vo, bls. 40–42; Lbs 1536 8vo, bl. 116r–v; Lbs 1724 8vo, bls. 111–112; JS 272 4to II, bl. 371r–v (óheilt); JS 141 8vo, bl. 226r–v; JS 208 8vo, bls. 92–94; ÍB 181 8vo, bl. 52v–53v; ÍB 242 8vo, bl. 64v–66r; MS Boreal 113, bl. 8v–9v, og EDL 8vo, bl. 85r–86v. Sálmurinn var prentaður í Hallgrímskveri á Hólum frá upphafi, 1755. Hér hefur útgáfu ljóðmæla verið fylgt algerlega).
Lesbrigði:
2.1 mier] þannig 208, 1536, EDL, 181, 1119, 113, 1927, 272, 915, 2676, 1530, 1755, 1759, 1765, HK1770, 1773, 1724, 141, 242, 1246, 736, 361. mijn 399.
7.2 andinn] þannig 208, 1536, 181, 1119, 272, 915, 2676, 1530, 1724. nädinn 399. ande EDL, 113, 1927, 1755, 1759, 1765, HK1770, 1773, 141, 242. orded 1246, 736, 361. hiartad] gieded 1755, 1759, 1765, HK1770, 1773, 1724, 141, 242. hiarta 1927.