Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Kristur reis af dauða

Fyrsta ljóðlína:Kristur reis af dauða
Bragarháttur:Hymnalag
(o)
(o)
(o)
(o)
Viðm.ártal:≈ 1550
Tímasetning:1555
Flokkur:Sálmar

Skýringar

Þessi sálmur er hér skráður undir þessum hætti þó ekki sé hann reglulega kveðinn eins og sjá má af fyrstu lóðlínu sem er kveðu styttri en hátturinn gerir ráð fyrir.
„Sálmurinn er 3 er., frumorktur á þýzku, „Christus ist auferstanden“ og þýddur beint þaðan, með því að í danskar sb. um daga Marteins byskups komst aðeins þýðing á 1. er. Þýðingin finnst ekki annarstaðar.“ (PEÓl, bls. 57)
Annar lofsöngur af upprisunni
1.
Kristur reis af dauða
frá allri písl [!] og nauða
því skulum vær oss glaða gera,
Guðsson skal vor huggan vera
kiri[eleyson].
2.
Væri hann ekki upprisinn
veröldin væri forgengin;
nú að hann upprisinn er
lofum vér Kristum vorn föður
kirieleyson.
3.
Alleluja, allelúja, allelúja
því skulum vér oss glaða gjöra,
Guðsson skal vor huggan vera
kirieleyson.