Amors ofstæki | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Amors ofstæki

Fyrsta ljóðlína:Fæ ég ekki að faðma þig?
bls.39–40
Viðm.ártal:≈ 0
1.
Fæ ég ekki' að faðma þig?
Flest trúi' ég drengi bagi;
ástin lætur innan um mig
eins og naut í flagi.
2.
Fæ ég ekki' að faðma þig,
foldin sjávar-birtu?
Ástin stekkur innan um mig
eins og fló í skyrtu.
3.
Fæ ég ekki' að faðma þig?
Fleins það bagar draugi;
ástin rótar innan um mig
eins og svín í haugi.
4.
Fæ ég ekki' að faðma þig,
falda blóminn ljósi?
Ástin drynur innan um mig
eins og kýr í fjósi.
5.
Fæ ég ekki' að faðma þig?
Flest vill afla þrauta;
ástin hvirflar innan um mig
eins og þyrill flauta..