Sigurður Pétursson | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Sigurður Pétursson 1759–1827

EITT LJÓÐ — ÞRJÁR LAUSAVÍSUR
Sigurður var fæddur á Ketilsstöðum á Völlum í Norður Múlasýslu. Hann var sonur Pétur Þorsteinssonar sýslumanns og konu hans, Þórunnar Guðmundsdóttur. Hann hóf nám í Hróarskelduskóla í Danmörku 1774 og varð stúdent þaðan 1779. Síðan nam hann málfræði og lögfræði við háskólann í Kaupmannahöfn og útskrifaðist þaðan 1788. Hann hélt svo til Íslands og varð sýslumaður í Kjósarsýslu og síðar lögreglustjóri í Reykjavík. Á Kaupmannahafnarárum sínum meiddist Sigurður illa á fæti og háðu þau meiðsl honum alla tíð svo hann fékk lausn   MEIRA ↲

Sigurður Pétursson höfundur

Ljóð
Amors ofstæki ≈ 0
Lausavísur
Frá landfýsikusa
Frost og kuldi kvelja þóð
Kominn er kaldur vetur