Átta línur (tvíliður+) fer- og þríkvætt aBaBaCaC | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Átta línur (tvíliður+) fer- og þríkvætt aBaBaCaC

Kennistrengur: 8l:(o)-x(x):4,3,4,3,4,3,4,3:aBaBaCaC
Bragmynd:
Lýsing: Frumlínur eru fjögurra bragliða og stýfðar en síðlínur þriggja bragliða, óstýfðar. Allar frumlínur ríma saman en síðlínur í fyrri helmingi annars vegar og síðari helmingi hins vegar. Auk þess að ríma saman innbyrðis ríma síðlínur í síðari helmingi hverrar vísu milli erindi í öllu kvæðinu.
Hluti sjöundu línu og öll áttunda lína er klifuð í gegnum kvæðið.

Dæmi

Málshátt hafðu í minni einn,
minnis verðr hann stæður,
tók ég penna þó tregr og seinn
að tempra vísna glæður,
rétt í orðskviðs máta:
þetta mun drottinn dýrstur einn
duga að sönnu láta.
Orðtækið gamla ei skalt þú
í orðaræðu skerða;
sérhverjum eftir sinni trú
síðar og fyr mun verða,
ef á stöðugum stofni sú
stendur, því munt játa:
þetta mun drottinn dýrstur nú
duga að sönnu láta.

Ljóð undir hættinum