Áminning um að vera ánægður með sitt | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Áminning um að vera ánægður með sitt

Fyrsta ljóðlína:Málshátt hafðu í minni einn
bls.340
Bragarháttur:Átta línur (tvíliður+) fer- og þríkvætt aBaBaCaC
Viðm.ártal:≈ 1650
1.
Málshátt hafðu í minni einn,
minnis verðr hann stæður,
tók ég penna þó tregr og seinn
að tempra vísna glæður,
svo mun renna raddar teinn
rétt í orðskviðs máta:
þetta mun drottinn dýrstur einn
duga að sönnu láta.
2.
Orðtækið gamla ei skalt þú
í orðaræðu skerða;
sérhverjum eftir sinni trú
síðar og fyr mun verða,
ef á stöðugum stofni sú
stendur, því munt játa:
þetta mun drottinn dýrstur nú
duga að sönnu láta.
3.
Fuglarnir hafa föng ei stór,
þá fæðu sinnar leita,
að morgni hver fastandi fór
að fá það skyldi neyta;
að kvöldi aftur kemur rór,
kvíðlausir ei gráta.
Þetta mun dýrstur drottinn vór
duga að sönnu láta.
4.
Enn þó ei mestu efni hér
ó, maður hlotnast kunni,
örvæintingar aldrei þér
orð lát heyra af munni;
segðu heldur sem þér ber
svo með hyggju káta:
Þetta mun drottinn dýrstur mér
duga að sönnu láta.