BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Staðtölur

2689 ljóð
2013 lausavísur
664 höfundar
1072 bragarhættir
620 heimildir

Bragi

Útgefandi:
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.

Ritstjóri:
Haukur Þorgeirsson

Nýjustu skráningarnar

22. sep ’21
22. sep ’21
22. sep ’21

Vísa af handahófi

Það er ónýtt þó að hafir skrifað
þúsund kvæði, mikla sagnafjöld.
Aðeins það, sem þú hefur séð og lifað,
það er nýtt, en hitt eru' orðin köld.
Bertel E. Ó. Þorleifsson

Bragarháttur af handahófi

Dæmi: Rímur af Flóres og Leó – níunda ríma
1 Máls um teiga mansöngs bagan má nú renna,
afhent mega allir kenna.
 
2 Raddar smugur reyndar gjörast nú róma bágar,
skelfist hugur við listir lágar.
 
3 Lánið fá þeir lœra bókar listir snjallar,
musicam og menntir allar.
 
4 Hafa klár sér hyggindin fyrir hvarma sólum,
þeir margt eru ár í meistara skólum.
 
5 Gefa til rœmda gull og garða, góssið hrönnum,
so verði að sœmdar vildis mönnum.
 
6 Þegar að mönnum minnkar heimska máls um polla,
í virðingunum vilja tolla.
 
7 Menntir lœgri meiri er von þeim muni til falla,
á hvörju dœgri i heimsku falla.
 
8 Í áhuga ströngum ár og dag þeir eru méð nauði
safna löngum litlum auði.
 
9 Auðs hjá grundum ung með börn um álfur byggja
nauma stundum nœring þiggja.

Bjarni Jónsson Borgfirðingaskáld