| Vísnasafn Skagfirðinga
Vísnasafn Skagfirðinga

Innskráning ritstjóra
AAAA2


Tildrög

Skýringar

Vísurnar bera nafnið Sumarmálavísur ortar 1920.
Feginshugar fagnar drótt
fleygum sumarboðum.
Lofðung hæða! Leystu skjótt
land úr hvítavoðum.

Vetur kveður, vorið hlýtt
vekur fræ í moldu.
Bráðum verður blómum skrýtt
brjóst á Ísafoldu.