Jóhannes Friðlaugsson kennari frá Hafralæk S-Þing. | Vísnasafn Skagfirðinga
Vísnasafn Skagfirðinga

Innskráning ritstjóra

Jóhannes Friðlaugsson kennari frá Hafralæk S-Þing. 1882–1955

NÍU LAUSAVÍSUR
Jóhannes Friðlaugsson fæddist á Hafralæk í Aðaldal 29. september 1882. Jóhannes var barn Friðlaugs Jónssonar og Sigurlaugar Jósefsdóttur, ábúenda þar. Jóhannes var frá æsku heilsuveill, auk þess sem veraldleg efni voru af mjög skornum skammti á uppvaxtarárum hans. Hann þótti þó mikill skýrleikspiltur og tókst að komast til náms í Möðruvallaskóla og lauk kennaraprófi frá Flensborg árið 1904. Jóhannes stundaði kennslu víða, síðast í Aðaldal . Hann hætti kennslu árið 1949. Hann gat sér gott orð fyrir ritstörf og um hálfrar aldar skeið birtust ljóð hans, smásögur og frásagnir í blöðum, tímaritum og bókum.

Jóhannes Friðlaugsson kennari frá Hafralæk S-Þing. höfundur

Lausavísur
Allt er sviðið engin blóm
Blómin fögru blærinn hreyfir
Er skammdegið ríkir um hauður og höf
Ég hata náð því náð er ekkert afl
Ég kyssti þig áðan mín kæra
Feginshugar fagnar drótt
Fönnin beltast fjöllin á
Hamast stormur húsum á
Ýmist slétta og úfna dröfn