Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
Hvítasunnu sjálfa þá | Vísnasafn Skagfirðinga
Vísnasafn Skagfirðinga

Innskráning ritstjóra

Flokkar

Allt  (46)
Bæjavísur  (1)
Gamankvæði  (3)
Tíðavísur  (1)

Hvítasunnu sjálfa þá

Fyrsta ljóðlína:Hvítasunnu sjálfa þá
bls.309
Viðm.ártal:≈ 1775
Tímasetning:1783

Skýringar

Jón Hjaltalin orti um Móðuharðindin.
Hvítasunnu sjálfa þá
sást í norðri mökkur.
Grönd að runnu himinn há
hvergi kunnu menn að sjá.

Þrumur dundu, eldur óð
upp úr Skaftárjökli.
Fjöllin stundu, heyrðust hljóð,
hristist grund svo skefldist þjóð.

Sandur mikill féll um fold
fylltur brennisteini.
Missti kvikfé haga og hold
hneig af vikri dautt á mold.

Eldurinn raktist úr og braust,
eyddi byggðum víða.
Fólkið hraktist húsalaust
hryggðin vaktist geðs um naust.

Kirkjur eyddar eru fimm
ein með hrauni þakin.
Harm úr leiddi hríðin grimm
hægðum sneyddi tíðin dimm.

Síðu reitur sýndist þá
sem í einum loga.
Bálið hneit við himinn há
hræddust sveitir það að sjá.