Hugfróar=þankar | Kvæða- og vísnasafn Mosfellinga
Kvæða- og vísnasafn Mosfellinga

Innskráning ritstjóra

Hugfróar=þankar

Fyrsta ljóðlína:Vita skuluð biður, vor allra í lífi hér
Viðm.ártal:≈ 1850
Tímasetning:1844

Skýringar

Á forsíðu minnisins stendur:
Hugfróar = þankar
undir nafni og í orðastað,
ekkjunnar Valgerðar Eiríksdóttir
eftir missir síns sál. ektamanns
merkismannsins Jónasar Sigfússonar
Garðsvík við Eyjafjörð.

Af þeim framsett er eitt sinn sá,
eigin persónu hins góða manns,
þó fékk raunsanna þaðan frá,
þrátt um valmennsku og kosti hans.

[Þ].Th.
Á eftir minninu kemur eftirfarandi:
Sálmvísu og dæmi þetta er þér,
þenkið með rósemi á,
guð gæfi! að hörðu harmarner
hægð mættu og linun   MEIRA ↲
1.
Vitaskuld biður,
vor allra í lífi hér
dragvendill fríður,
dauðans hvað fyrir er,
en hvörneg standa
afmæld helstundar mið,
hvört lýði landa
ljóstar með engri bið,
ellegar aðdraganda,
um aldur heims skal dulið.

2.
Dauðinn lýsti lýða
leiðir héðan á braut,
ei skyldum kvíða
að falla í grafar skaut.
Hels dapur drómi
dettur sem visnað strá,
lífs eilífs ljómi,
lifir sofendum hjá,
í dýrðardómi
Drottins upprísa fá.

3.
Þó dauðans þyki,
þungbær aðtekt og hörð,
og lýðum líki,
lítt hans aðferð á jörð,
á himnum annað
álit hans verkin fá,
þar fæst fullsannað,
farsæld beið veg hans á
vinur og velgjörðanna,
veitandi hann kallast þá.
4.
Enn ég má játa,
að skoða Drottins ráð,
í allan máta,
er mín veikburða dáð,
þrek og þollyndi,
þverrar, ef raunir slá.
Ó, að ég fyndi
afl til að standast þá,
og míns lífsyndi,
allt hvíldi á guðs forsjá.
5.
Ég syrgi mína,
ástvini liðna úr heim,
en treysti á þína,
umönnun, guð, fyrir þeim.
Skynding umskipta,
skelfdu mitt veika brjóst,
mig vildir typpta,
minn guð!
Það sé ég ljóst,
önd svo láti ég lyfta,
að lífsvon sem mér tilbjóst.
6.
Ég sem einmana,
í stríði þessu lífs,
mig finn máttvana,
mót straumi daglegs kífs,
ráðdeild og dugur,
dvínar þá vanda aðber,
minn veiklast hugur,
mótdrægt nokkuð þá sér,
en armur guðs öflugur,
einka skjöldur er mér.
7.
Ég þreyi dáinn
elskhugann kærstan mér,
ég elska náinn
eilífs lífsvon sem ber,
frá æskuárum
ástir sambundum við,
byrði lífs bárum,
sem blessan guðs veitti oss lið,
með trega og tárum,
tæmast hlaut samlífið.
8.
En vonin gleður,
að engil fái ég sjá,
útvöldum meður
ástvin minn himnunum á,
er þá stríð unnið,
afþurrkuð harmatár,
skeið reynslu runnið,
sem reyndist hér mörgum sár.
Lífs þann blíða brunn við
blessun guðs svalar klár.
9.
Arminn afsníða,
eins guðs hér vildi ráð,
svo einhent að stríða
ég lærði af hjarta og dáð.
Ó að ég gæti,
uppfyllt skyldunnar raust;
í göngu og sæti,
með áform kalalaust,
og andans eftirlæti,
á guði byggt mitt traust.
10.
Að réttvíst sinni,
innrætt sé hjarta mér,
að mér í minni
míns standi guðs veger,
að börn mín leiði
í ótta hans frómleiksstíg,
svo gang sinn greiði,
gætinn við brögð heimslig,
þessa þig ég beiði,
þú náðin guðdómlig.
11.
Aðstoð einmana
ekknanna á himnum stár,
og föðurvana
unga, svo ritning klár,
skýrt náir skýra,
í skaparans orðastað,
sú huggun hýra,
harm minn fær títt sefað,
lindin lífsins dýra,
lífskraft ber ofanað. –
12.
Nærgætið næsta,
nauðstaddra högum er,
hjálpar orð hæsta
sem hefur þannig téð:
„Yfirgef þína
ástvini dauðans mann.“
„Umsorgun brýna,
ég þeim vil bæði og kann.“
Um öld og eílífð sína
efl þig við sannleik þann. –

13.
Foreldrar fengu,
fljótt skilist Davíð við,
götu lífs gengu,
en guð var hans vernd og lið,
svo skeði og skeður,
um skeið manna hérvistar,
guð mæddum meður
miðlar skammt reynslunnar
harms og hreggja-veður,
himinsól blíð mildar.

14.
Ef lífs míns skoða,
ég gjöri vegferð hreint,
blíðviðri og boða
brimstóra hefi ég reynt,
en sú indæla,
öll lengri tíðin var,
er fólgin sæla,
í akri reynslunnar,
hinni er hent að kæla,
hitann óvarhyggðar.

15.
Þá lífs míns skoða,
þaug förnu gjöri ég stig,
frá fári og voða
frelsaði guðs náð mig,
en gáfum gæddi
af grunnlausri mildi sín,
hjarta mitt fræddi
hans orð sem fagurt skín,
svalaði, saddi og klæddi,
svo gjörði hann vel til mín.

16.
Ef lífs míns skoða,
atvikin stór og smá,
öll æðsta boða,
elsku guðs himnum frá,
á börnum manna
öll er hans stjórnan vís,
ég þettað sanna,
af hjarta vil og kýs
herranum herskaranna
heiður syngift og prís.

17.
Ó, hvað ég þrái,
æfidaganna skeið,
að endað fái,
ég loks í sælum deyð,
í sátt við alla,
öllum fyrirmynd góðs,
og frjáls af galla,
alls konar hugarmóðs,
um það guð minn ákalla,
í krafti hans sonarblóðs.

18.
Ó hvörninn, hvörninn,
kjör byltast mannlegs lífs.
Ó, börninn, börninn!
bevara í stormi kífs,
mín bæði og minna,
meðbræðra, Stóri Guð,
vernd vængja þinna
veri þau ummúruð!
Syndin síst þau ginna,
sinn nái í Ófögnuð.

19.
Gegnum ský nauða,
glatt skín mér vonarljós,
eyðir ógn dauða,
eilífs lífs sigurhrós;
í stríði ströngu,
styrks vænti ég guði hjá,
að lífs míns göngu,
aðstoð hans blíð mun gá;
máske síst líði á löngu
leysi hann héðan mig frá.

20.
Þann dag ég þreyi,
þann dag ég guði fel,
sem á lífsvegi,
svo mig handleiddi vel,
eftir lifendum,
alls góðs af hjarta ég bið,
vér héðan vendum,
með von trausta og andarfrið,
sál í hans skaut vér sendum,
er situr við föðurhlið.

21.
Holdsfjötur þungu,
hindra míns andadáð,
tal veikrar tungu,
tak samt Ó, guð í náð,
ég bið þess síðar,
upplýsist hugurinn,
skoðanir fríðar,
skilning forklári minn,
þá vil ég þakkir blíðar,
þér syngja Guð Drottinn.