Tröllasöngur (Þula) | Kvæða- og vísnasafn Mosfellinga
Kvæða- og vísnasafn Mosfellinga

Innskráning ritstjóra

Tröllasöngur (Þula)

Fyrsta ljóðlína:Ríðum, ríðum hæ hæ
Viðm.ártal:
Flokkur:Þululjóð
Ríðum, ríðum hæ hæ!
- Dimmt er í bæ bæ,
boðaföll á sæ
bera mun að hræ. -
Bóndinn á bænum er dauður
dauður blásnauður -
Pú - ú - ú!
Hvað segir þú?
„Meira vil ég, meira,
dansa dátt og heyra
dauðavein í eyra."
Er, gaman nú?
Pú -ú -ú.
Stormurinn stynur í gættum
stynur  og segir frá hættum.
Meinin mæða
mörg og blæða
ekkert mun þau græða.
Hæ, hó, hæ, hó!
Hvað er þetta þó?
-Leyndir munu liggja hér þræðir
langt í burtu er það sem mig hræðir.
Áfram tíminn æðir.