Lótusliljan (Die Lotosbluhme) | Kvæða- og vísnasafn Mosfellinga
Kvæða- og vísnasafn Mosfellinga

Innskráning ritstjóra

Lótusliljan (Die Lotosbluhme)

Fyrsta ljóðlína:Hin skæra lótuslilja
Höfundur:Heine, Heinrich
Viðm.ártal:
Hin skæra lótuslilja
sér leynir, er dagur skín;
hún beygir bljúg sitt höfuð
og blundar, uns sólskinið dvín.

Hún vaknar, er kvöld er komið,
í kyrrþey við mánans skín,
og birtir hið indæla andit
þeim elskhuga sínum og vín.

Hún ljómar glæst og glitrar
og glóir mót himninum blám,
hún tárast og ilmar og tindrar
og titrar af ást og þrám.