Wanderlied | Kvæða- og vísnasafn Mosfellinga
Kvæða- og vísnasafn Mosfellinga

Innskráning ritstjóra

Wanderlied

Fyrsta ljóðlína:Í líkamanum ljómar hið leiftrandi vín
Höfundur:Justinus Kerner
Viðm.ártal:
Í líkamanum ljómar hið leiftrandi vín;
ó, lifið þið heil, sem með ást bíðið mín!
Mín föðurhús kveð ég og fjalladrög blá;
til ferða mig dregur hin rammasta þrá.

Hin óðfluga sól hefur allsenga töf
á eilífri rás yfir lönd, yfir höf,
og bylgjurnar ólgandi streyma að strönd
og stormarnir þjóta með gný yfir lönd.

Með flughröðum skýjum fer fuglinn á sveim,
í fjarskanum kvakar um þrá sína heim,
og móðir vor, jörð brunar máttug sitt skeið;
ein munar hvern svein fram á ókunna leið.

Þá heilsa honum fuglarnir handan við sæ;
sem hreiður sín eiga við föður hans bæ,
og blóm spretta úr jörð, þar sem fjarri hann fer,
af fræum, sem andvarinn heiman að ber.

Hann tínir þau blóm sinni brúði að gjöf
og biður hvern fugl fyrir kveðju yfir höf;
hann gengur eigi aleinn í ókunnri mergð,
því ástin er hvarvetna með á hans ferð.