Þula | Kvæða- og vísnasafn Mosfellinga
Kvæða- og vísnasafn Mosfellinga

Innskráning ritstjóra

Þula

Fyrsta ljóðlína:Leiðina langa
Viðm.ártal:
Flokkur:Náttúruljóð

Skýringar

Þulan undirrituð af listamannsnafninu Krúnk.
Leiðina langa
lagði ég á,
verndi mína vanga
vorblærinn þá.
Gaman þótti mér ganga,
ganga og sjá
ilmblómin angandi blá-
en sjá, þau voru hulin snjá!
Farðu þá til fjalla
og finndu vini alla.
Hugurinn minn léttur
og ástin ung –
Ekki er sorgin þung.