Nóvemberslagurinn | Kvæða- og vísnasafn Mosfellinga
Kvæða- og vísnasafn Mosfellinga

Innskráning ritstjóra

Nóvemberslagurinn

Fyrsta ljóðlína:Hraustlega var barist, hetjulega varist
Höfundur:Ásgeir Jónsson
Viðm.ártal:
Flokkur:Baráttukvæði
Hraustlega var barist, hetjulega varist
heiftin komst í algleyming.
Um lögregluna strax var slegið hring
öllu saman ægði, enginn öðrum vægði
allt var þrungið vitfirring.
Aldrei sá ég verra vopnaþing.
Í gluggana þeir grjóti fóru að henda
og gatan öll varð ein slagsmála benda.
Já hraustlega var barist, hetjulega varist
heitin komst í algreyming.
Þá heyrðist þetta sungið allt í kring:
Tönn fyrir tönn og auga fyrir auga,
ofurlítið högg á snið.
Þá mun dóninn kikna í hverjum lið.
En vertu ekki hryggur ef að dóninn liggur
því aftur mun hann rakna við
og þá mun hann biðja þig grið.