Á húsi guðs | Kvæða- og vísnasafn Mosfellinga
Kvæða- og vísnasafn Mosfellinga

Innskráning ritstjóra

Á húsi guðs

Fyrsta ljóðlína:Á húsi guðs eru hurðir og gluggar
Höfundur:Ásgeir Jónsson
Viðm.ártal:
Flokkur:Gamankvæði

Skýringar

Ort fyrir skapvondan prest snemma á 20. öld. (Á.J.)
Á húsi guðs eru hurðir og gluggar
og hanabjálkaloft.
Um kirkjuna leika skin og skuggar.
Það skeður líka oft
að troða í stólinn öfuguggar
með ógurlegan hvoft.

Í allflestum kirkjum er ekkert að gera.
Áhugi fólksins dvín.
Ístru safnar hver einasti séra
þá ei skortir vítamín.
Hempuna þeir á hátíðum bera
svo hirða þeir launin sín.