Minni Margrétar Pétursdóttur | Kvæða- og vísnasafn Mosfellinga
Kvæða- og vísnasafn Mosfellinga

Innskráning ritstjóra

Minni Margrétar Pétursdóttur

Fyrsta ljóðlína:Flestra manna áttræðs-ár
Viðm.ártal:≈ 1925
Tímasetning:1932
Flokkur:Afmæliskvæði

Skýringar

Minni Margrétar Pétursdóttur í Árbæ, Mosfellssveit er hún var áttræð og hafði búið þar í hálfa öld. 26. apríl 1932.
Undirritað: Sveitungar og vinir.
Flestra manna áttræðs-ár
ævikvöld má telja
enn þótt leyfi Herrann hár
hér um sinn að dvelja.

Langir hefir ævi á-
um það vitna dróttir-
margur góðu mætt þér hjá
Margrét Pétursdóttir.

Fulla hálfa hefirðu öld
húsum sömu stjórnað,
löngum fyrir lítil gjöld
lýði kröftum fórnað.

Gestamergð að garði þar
gangi þrátt lét snúið,
greiði og hlýlegt viðmót var
vegfarendum búið.

Virðing allra vinnur sér
viðmót þétt og kynning.
Sveitin vill nú þakka þér
þína stoð og hlynning.

Gamalt fólk, sem alið er
eigin lífs í skóla,
tamið fær nú síður sér
sveiflur vélahjóla.

Mótdrægt þó þig næði nú,
Margrét góð, í elli,
vonandi með tryggð og trú
tekist þér að halda velli.

Ósk fram berum allir vér:
Auðnan þér að hlynni,
meðan hér í heimi er
hagað veru þinni.