Sjálfsafmælisvísur | Kvæða- og vísnasafn Mosfellinga
Kvæða- og vísnasafn Mosfellinga

Innskráning ritstjóra

Sjálfsafmælisvísur

Fyrsta ljóðlína:Fjötraður ég í fríu
Viðm.ártal:

Skýringar

Björn samdi þessar vísur 14. ágúst 1934 á 79 ára afmæli sínu.
Fjötraður ég í fríu
frá því ég vafðist ríu
sat ég við svalt og hlíu
sjötríu ár og níu.

Það litla er eftir mig liggur
og leysti ég af hendi dyggur
án launa Þjóðin þiggur
því er ég ekki hryggur.

Í húsinu oftast inni
nú engu starfi ég sinni
dvínar fjör, daprast minni
dregur að brottförinni.

Með lömuð lungu og hjarta
og líkams fleiri parta
svefnvant um nóttu svarta
samt vil ég ekki kvarta.

Er hvílir lík með hærum
í hólnum blundi værum
þá líð ég loftin fær um
í ljósvakanum tærum.