Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
Draumur | Kvæða- og vísnasafn Mosfellinga
Kvæða- og vísnasafn Mosfellinga

Innskráning ritstjóra

Draumur

Fyrsta ljóðlína:Ég stend á auðri strönd
Viðm.ártal:
Ég stend á auðri strönd
og stari yfir haf
þar sé ég ljóma lönd
sem leiftra geislar af.

Þar brosir beint við mér
hin bjarta himnamynd;
þar gleði ávalt er
og eilíf svalalind.

Ég sé und svásri hlíð
með sigurkransi er prýdd
þín ásján yndisblíð
í árdagageisla skrýdd.

Ó, Jesú, Jesú minn!
ég vil þar landi ná
mér glitra tár á kinn
af trega fölnar brá.

Mig langar lausnarinn!
að leysast héðan frá
og faðminn þýðan þinn
mér þreyttum halla á.

Ég óverðugur er,
 en eilíf því er náð,
ég veit þú vægir mér
ég veit þú hefur ráð.

Í myrkum dauðadal
ég dvelja en þá hlýt
og þar ég þreyja skal
ég þinnar líknar nýt.

Mig styrkir annan æ
þín ástarmyndin hrein
unz þreyttur þangað næ
og þorrið lífs er mein.