Jóhanna Skúladóttir | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Jóhanna Skúladóttir

Fyrsta ljóðlína:Æ! hvar ert þú nú hin unga
bls.538-540
Bragarháttur:Solveigarlag
Viðm.ártal:≈ 0
Tímasetning:1851
1.
Æ! hvar ert þú nú hin unga
og ástkæra dóttir,
titrandi kveinstafi heyrðu
þíns harmþrungna föður.
Æ! hvar er armurinn smái
sem oft mér að hálsi
batt sig með blíðlyndi hreinu
og bætti mér harma.
2.
Hvar eru hendurnar litlu
sem hlýtt náðu klappa
þegar þú hugðir mig hefðir
heldur til styggðan?
Hvar eru varirnar vörmu
sem veittu mér kossa
og tungan sem tilmæli gjörðu
að tæra þér blíðu?
3.
Hvar eru augun þín ungu
sem oft flutu í tárum,
þegar eg hastur þig hrelldi,
mitt hjarta því stynur?
Æ! kom nú mín kærasta dóttir
svo kyssa þig megi,
fagnandi faðma þig aftur
fljótandi í tárum.
4.
Já, feginn eg finna þig vildi,
mín fullsæla dóttir!
Við þig fyrr votur af tárum
varð eg að skilja.
Man eg vel faðmlögin mildu
af máttvana örmum,
kossa þá hinstu sem hlutum
af hálfköldum vörum.
5.
Man eg þín augu sem mændu
með dauðaglýju
til vor, hjá sæng þinni er sátum,
sem hjálpar æsktir
en máttvana tungan ei mátti
þitt mál lengur færa.
Man eg vel svefnhöfgan síðsta
þá sál þín oss kvaddi.
6.
Manst þú ei, víf! þá þér veittum
þær vana nábjargir
og einatt þér andvana kysstum
á ískaldar varir.
Um andlit þitt hvítbleika hrukku
harmatár móður
hvör með þér hvíla nú grafin
í helguðum moldum.
7.
Fagna eg, fyrst að veit lifir,
fríuð við hryggðir,
sál þín á sólfegri löndum
þó sjái' eg þig ekki.
Lausnari þinn og alþjóðar
um þig sér upp héðan.
Þrái eg sælunnar sæti,
en síðar þess nýt eg.
8.
Velkjast í veraldar nauðum
hér verð ég enn lengur,
mótlæti margfalt að líða
því mér er til bóta.
Léttúð og dramb þarf að lagast / lægjast [?]
svo loks verði' eg feginn,
saddur af armæðu og árum
að eignast beð moldar.
9.
Kveð ég þig, kærust Jóhanna,
sem kvaddi' eg þig fyrri,
lífs ég og liðna þig kyssti
með lemstruðu hjarta.
Nú við þinn nábeð eg minnist
uns nálgast þig aftur
og önd mín fær önd þína faðma
um eilífar tíðir.