Við gröf móðursystur minnar (Þórunnar Bjarnadóttur) | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Við gröf móðursystur minnar (Þórunnar Bjarnadóttur)

Fyrsta ljóðlína:Ertu nú sofnuð, mín systir!
bls.170
Bragarháttur:Solveigarlag
Viðm.ártal:≈ 1825–1850
Tímasetning:1836
1.
Ertu nú sofnuð, mín systir!
þeim svefninum langa!
Lágt niðrí húsinu hlýja —
þar heyrast ei stormar!
Vel hlífir þakið hið þykkva
þó þórdunur öskri.
Ei skortir ylinn þar jafna
þó efra sé frostið.

2.
Vaknaðir oft þú um ævi
til áhyggju og sorga —
Víst er nú vænt til að hugsa
að vakna til leika
(aldrei sem enda með hryggðum)
hjá eilífðar börnum!
og upp til iðju að rísa
sem aldrei mun lýja!

3.
Blundaðu sætt nú, mín systir!
þú svafst aldrei lengi!
Svefninn þar fékkstu þann fyrstan
í fullkomnu næði!
Vel hlífir þakið hið þykkva
í þrönghýsi grafar —
Verði þér vært þar í myrkri,
þú vaknar í ljósi.



Athugagreinar

Kristján Eiríksson bjó til skjábirtingar