Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
Móðir mín | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Móðir mín

Fyrsta ljóðlína:Man ég, er í síðasta sinn
Höfundur:Gestur Pálsson
bls.41
Bragarháttur:Átta línur (tvíliður) ferkvætt aBBacDDc
Viðm.ártal:≈ 1875
Tímasetning:1884
1.
Man ég, er í síðsta sinn,
þar sem móður minnar varði
mænir lágt í kirkjugarði
sat ég hljótt með hönd um kinn.
Þokuskýja skuggatjöld
féllu létt um fjallahlíðar,
fyrir ströndu bylgjur þýðar
kváðu sætt um sumarkvöld.
2.
Aleinn þar ég úti var,
horfði á, er húmið dökkva
hjúp sinn breiddi' og fór að rökkva,
skugga bar um byggð og mar.
svo ég laut að leiði þín,
grúfði mig í grasið skæra,
grét þar æsku mína kæra
og þig, besta móðir mín. –
3.
Glötuð eru gullin mín,
týndir leikar æsku allir,
orðnar rústir bernsku-hallir,
allt týnt – nema ástin þín.
Hún mér enn í hjarta skín,
ljósið best í lífi mínu,
líknin flest í auga þínu
brosti ætíð, móðir mín.
4.
Þó ég fengi annan auð,
völd og dýrð og vinahylli,
veittist skáldfrægð heims og snilli,
samt væri' ævin auð og snauð,
ef ég mætti' ei muna þig,
hlúa' að þér í hjarta mínu,
hlynna' að öllu minni þínu,
móðir, elska, elska þig.