Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
Á Langsdalsfjalli | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Á Langsdalsfjalli

Fyrsta ljóðlína:þegar ég sit á hömrum há
bls.145
Bragarháttur:Átta línur (tvíliður) ferkvætt aBBaCCdd
Viðm.ártal:≈ 1875

Skýringar

Undir titli stendur: „(Undir nafni konu minnar)“
1.
Þegar ég sit í hömrum há
og horfi niðr í dalinn langa,
þars blómfagrir knappar indælt anga
og leika í hlíðum lömbin smá,
hvar sóley gyllir iðgrænt engi
og er á ferðum lystugt mengi,
silfurbjört Blanda brunar fram,
best þykir mér að líta hann Hvamm.
2.
Þar hefi ég eignast mest og misst,
margt það er ég eigi séð fæ aftur
fyrr en að drottins dýrðarkraftur
innleiðir mig í æðri vist,
þar sem ástvinir allir finnast
og á þær fornu tryggðir minnast,
þar eilíf gleði skærast skín,
ég skemmti mér þar við börnin mín.