Fjallræðan | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Fjallræðan

Fyrsta ljóðlína:Frammi fyrir glerhöllinni
bls.12--13
Bragarháttur:Óháttbundið ljóð
Viðm.ártal:≈ 0
Frammi fyrir glerhöllinni
við fótskör gullkálfsins
stendur konan
sem boðar velhöldnum heildsölum
kenninguna
um samkeppni milli manna
og sérhyggju.

Tvö þúsund árum aftar
úti á sólsteiktum völlum Galileu
stendur hann
sem boðar fátækum fiskimönnum
fagnaðarerindið
um samvinnu milli manna
og bræðralag.

Kæru bræður
segir konan
okkar flokkur er sá eini
sem byggir á kristinni trú