Milli Fells og Hofs | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Milli Fells og Hofs

Fyrsta ljóðlína:Þegar ég í ferðir fer
bls.38
Bragarháttur:Ferskeytt (ferskeytla)
Viðm.ártal:≈ 0
Flokkur:Ellikvæði
1.
Þegar ég í ferðir fer,
fjörs að liðnu vori,
gömlum hentar manni mér
mýkt og snerpa í spori.
2.
Þokka tel ég það til lofs,
þó sé aldurhniginn,
fimlega milli Fells og Hofs
fumar götustiginn.
3.
Stælt er lyfting, töltið títt,
tignarhöfuðburður.
Fáar, þó að förum vítt,
falla reiðarsnurður.
4.
Mun það líkt um mann og hest
margt á leiðum skeði;
beggja hefur sinni setzt,
síðan æskan réði.