Jón Pétursson frá Eyhildarholti Skag. 1867–1946
TVÖ LJÓÐ — FIMM LAUSAVÍSUR
Jón fæddist í Valadal 3.júlí 1867, sonur Péturs Pálmasonar bónda þar, og síðar á Álfgeirsvöllum, og konu hans, Jórunnar Hannesdóttur. Jón ólst upp hjá foreldrum sínum í Valadal og Álfgeirsvöllum fram yfir fermingu. Hann var svo í vinnumennsku bæði í Kelduhvergi og Axarfirði og þá réri hann einnig af Suðurnesjum þegar hann var um tvítugt. Hann lærði einnig smíðar hjá Jóni Leví í Öxi í Norður Þingeyjarsýslu. Árið 1889 kvæntist hann Sóveigu Eggertsdóttur frá Mælifelli. Bjuggu þau fyrst eitt ár í MEIRA ↲
Jón fæddist í Valadal 3.júlí 1867, sonur Péturs Pálmasonar bónda þar, og síðar á Álfgeirsvöllum, og konu hans, Jórunnar Hannesdóttur. Jón ólst upp hjá foreldrum sínum í Valadal og Álfgeirsvöllum fram yfir fermingu. Hann var svo í vinnumennsku bæði í Kelduhvergi og Axarfirði og þá réri hann einnig af Suðurnesjum þegar hann var um tvítugt. Hann lærði einnig smíðar hjá Jóni Leví í Öxi í Norður Þingeyjarsýslu. Árið 1889 kvæntist hann Sóveigu Eggertsdóttur frá Mælifelli. Bjuggu þau fyrst eitt ár í Sölvanesi og svo næsta ár á Löngumýri. Þau bjuggu síðan í Valadal 1891- 1987. Vorið 1897 fluttu þau að Nautabúi og bjuggu þar til 1912 er þau fluttu í Eyhildarholti og bjuggu þar til 1923, síðustu árin í sambýli með Pétri syni sínum. Þaðan fluttu þau norður í Fljót með Pétri og bjugguþar á ýmsum stöðum til 1929 er þau fluttu þau til Akureyrar og dvöldu þar næstu sex áin á vegum Hólmfríðar dóttur sinnar og Axels Kristjánssonar manns hennar. Síðan fluttu þau til Jóns, sonar síns, og konu hans, Sigurlínar Björnsdóttur, að Hofi á Höfðaströnd og bjuggu þar til æviloka. Jón dó 7. febr´´uar 1946 og Sólveig 10. júlí þá um sumarið. Þau hjón voru barnmörg og var búskapur þeirra oft á tíðum erfiður. Jón var mikill hestamaður og þótti einstaklega laginn við tamningur. Hestur hans, Stígandi, þótti á sínum tíma einhver besti reiðhessstur í Skagafirði. Vísur Jóns voru margar hverjar landskunnar, sérstaklega hestavísurnar. Hann hirti þó lítið um að halda kveðskap sínum saman fyrr en hann fór að skrifa hann upp í ellinni á Hofi á Höfðaströnd og er það ljóðahandrit hans er varðveitt á Héraðsskjalasafni Skagfirðinga. (Heimildir: Skagfirskar æviskrár 1890–1910 II, bls. 174–175 og Nautabúshjónin eftir Guðmund Jósafatsso á Brandsstöðum í Skagfirðingabók 7, bls. 8–21. Sjá einnig Úr vísnasyrpu Jóns á Nautabúi. Hannes Pétursson valdi: Skagfirðingabók 7, bls. 22–41).
). ↑ MINNA