Fiskimannaljóð | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Fiskimannaljóð

Fyrsta ljóðlína:Bærist varla blærinn þýður
bls.22
Bragarháttur:Átta línur (tvíliður) ferkvætt ABABCDCD
Viðm.ártal:≈ 0
1.
Bærist varla blærinn þýður,
bárur sofa rótt.
Flotinn út frá landi líður
langt um kyrra nótt.
Djarfir út á seltu sækja
sjómenn föngin góð,
kátir sína köllun rækja,
kyrja gamanljóð.
2.
Sjómenn ýmsu vosi vanir
veðrin þekkja ströng,
þar sem fríðir siglusvanir
synda dægrin löng,
veður harðna, vindar gjalla,
vaða loftið ský.
Öldur rísa ört og falla
ærðar storms af gný.
3.
Þeir sem leita leyndra sjóða
langt um glettinn sjá,
mörgum hættum birginn bjóða,
brattann klífa þá.
Sjómenn allir einatt ala
atalt þor í sál.
Vaskra drengja verkin tala
víllaust hetjumál.
4.
Fley um hafið vélknúð vaða,
vörn gegn kólgu háð.
Þó að veil sé varnarstaða,
vösk er sjómanns dáð.
Þegar syrtir síð að kveldi
sollinn Ránar geim,
geislaskin frá auðnueldi
öllum lýsi þeim.

Hallfreður
Birtist í Víði á sjómannadaginn 5. júní 1943.