Valdimar Ásmundsson | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Valdimar Ásmundsson

Fyrsta ljóðlína:Þeir þola ekki mótvindinn; þér var hann fær
bls.162
Bragarháttur:Átta línur (þríliður) fer- og þríkvætt aBaBcDcD
Viðm.ártal:≈ 1900
Tímasetning:1902

Skýringar

„Dáinn 1902.“
Birtist í Heimskringlu 27. nóv. 1902.
1.
Þeir þola ekki mótvindinn; þér var hann fær
og það ekki á lánuðum fjöðrum.
En því verður myndin og minningin kær
hjá mér ekki síður en öðrum.
Mér finnst eins og ögæfan finni það strax,
að fallinn er drengurinn slyngi.
En einhver mun reyna að eignast þitt sax,
ef Öngull fer með það á þingi.
Og víst væri gaman að gera’ um þig ljóð,
sem geymdust með hrumum og ungum
svo lengi sem íslenska’ á afl sitt og blóð
og ómar á lifandi tungum.
En svo kemur þögnin, sem eilíf er ein;
hún erfir þau letrið og meiðinn.
Hún þegir í sundur þann seinasta stein,
að síðustu jafnar hún leiðin.


Athugagreinar

Í kvæðinu, eins og það birtist upphaflega í Heimskringlu, er fyrsta línan á þessa leið:
Þeir þora’ ekki um himininn; þér er hann fær,