SöfnÍslenskaÍslenskaPersónuvernd:
Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn. Innskráning ritstjóra |
Flokkar
Allt (3139)
Afmæliskvæði (14)
Annálskvæði (1)
Ádeilukveðskapur (1)
Ástarljóð (32)
Baráttukvæði (1)
Biblíuljóð (2)
Brúðkaupsljóð (9)
Bæjavísur (2)
Bænir (1)
Bænir og vers (25)
Eddukvæði (30)
Eftirmæli (41)
Ellikvæði (7)
Formannavísur (22)
Fræðsluljóð (3)
Gamankvæði (31)
Grýlukvæði (8)
Harmljóð (3)
Háðkvæði (4)
Hátíðaljóð (6)
Heilræði (10)
Heimsádeilur (8)
Helgikvæði (47)
Hestavísur (1)
Huggunarkvæði (2)
Hyllingarkvæði (2)
Jóðmæli (3)
Jólaljóð (5)
Kappakvæði (5)
Kvæði um biskupa (6)
Leppalúðakvæði (1)
Lífsspeki (5)
Ljóðabréf (18)
Matarvísur (1)
Náttúruljóð (52)
Rímur (204)
Sagnadansar (52)
Sagnakvæði (4)
Sálmar (417)
Sjóhrakningar (2)
Sorgarljóð (1)
Sónarljóð (14)
Særingar (1)
Söguljóð (13)
Tíðavísur (15)
Tregaljóð (6)
Vetrarkvæði (2)
Vikivakar (13)
Vögguljóð (5)
Ýkjukvæði (5)
Þjóðkvæði (1)
Þorrakvæði (4)
Þululjóð (5)
Þulur (2)
Ættjarðarkvæði (54)
Ævikvæði (6)
Ævintýrakvæði (3)
Eftir barnFyrsta ljóðlína:Þú óskabarn vonar, þú elsunnar rós
Höfundur:Jón Hinriksson frá Helluvaði
Heimild:Jón Hinriksson: Ljóðmæli. bls.239–240
Viðm.ártal:≈ 1900
Flokkur:Eftirmæli
1. Þú óskabarn vonar, þú elsunnar rós,í æskulífs gullbrekku þinni í svartnættið grafar, þar lýst fær ei ljós, þú líður og hverfur að sinni. Og tilfella stormur og háreisti heims og hrímkaldur stormandi vetur með umbrot í hauðri og öldufall geims að engu þér misboðið getur.
2. Og moldin hún hrynur sem haglþrungið élog hrím verður ábreiðslu klæði en skilnaðar tárin, þau vökva svo vel að vonarrós sprettur í næði. Vér tjáum þig flutta á friðarins storð þar frelsið og blómgunin ríkir og heyrum í dimmunni alveldis orð sem örlaga sársaukann mýkir.
3. Hví deyðir hér frostnóttin fjólurnar smámeð fegurð og angan og gæði? Og hvað þýða skýin, er heiðgeislann hrjá, ef himinsvon bakvið ei stæði? Já, heitt er um ástvina hjörtun í dag og hluttekning viðstaddra manna; en mótgangur lífs hefir margraddað lag og mælsku að tjá oss hið sanna.
4. Ó, elskunnar barnið, hér breiðist þig ású blæjan er dimmasta höldum; en til eru geislar sem ganga’ ekki’ á ská, þeir glansa á náhvílutjöldum. Það reynir á brjóstin sem raunirnar þjá, þau rúma þó himinsins sælu. En þú ert hjá Guði; vér þig munum sjá að þrotinni árstíða kælu. |