Jón Hinriksson frá Helluvaði | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Jón Hinriksson frá Helluvaði 1829–1921

SEX LJÓÐ — ÞRJÁR LAUSAVÍSUR
Jón var fæddur á Stóru-Reykjum í Reykjahverfi í Suður-Þingeyjarsýslu árið 1829, sonur Hinriks Hinrikssonar frá Tunguhálsi í Skagafirði og Þorgerðar Jónsdóttur frá Ytra-Gili í Eyjafirði. Æska Jóns var nokkuð hrakningasöm. Var honum misserisgömlum komið fyrir í Holtakoti, afbýli frá Stóru-Reykjum en átta ára gamall fluttist hann upp í Mývatnssveit. Hann kvæntist árið 1853 Friðriku Helgadóttur frá Skútustöðum og hófu þau búskap á Stöng í Mývatnssveit 1857. Friðrika dó úr taugaveiki 1865. [...]

Jón Hinriksson frá Helluvaði höfundur

Ljóð
Aldarlok (1900) I ≈ 1900
Á afmælisdegi (1904) ≈ 1900
Eftir barn ≈ 1900
Hólmfríður Jónsdóttir ≈ 1875–1900
Jól ≈ 1900
Manvísur ≈ 0
Lausavísur
Eins og vorið er hún hýr
Hló við himinblár
Hreyktu þér ei hátt af auð