Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
Minni Ingólfs * | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Minni Ingólfs *

Fyrsta ljóðlína:Enn situr ísbeltuð kona
bls.23–25
Bragarháttur:Elegískur háttur
Viðm.ártal:≈ 0

Skýringar

Þetta kvæði er líka í handriti á Héraðsskjalasafninu á Sauðárkróki, HSk 1313 4to. Þar er nokkur orðamunur í sumum erindunum. T.d. í fyrstu vísunni, annarri hendingu, stendur „ættlands“ en ekki „Atlants“ og í fjórðu línu „búninginn“ en ekki „búningnum.“ Þessi orðamunur er sjaldan stórvægilegur.
1.
Enn situr ísbeltuð kona
Atlants í norðurhafs straumi,
sæbörðum bjargstóli á,
búningnum fjölskreytta með.
2.
Hátt ber hún faldinn á höfði
í heimskauta bragandi ljósum,
skikkjan er skrúðgræn og fríð,
skínandi daggperlum stráð.
3.
Ung var sú tíguleg talin
og tignarleg, Eykonan mikla.
Hersar og höfðingja sveit
hennar því fýstust á vit.
4.
Þá hleypti hafrokknum* austan
um hyldýpi freyðandi Ránar,
Ingólfur frækinn með flokk,
frelsi og bústað að ná.
5.
Sundmóðum seglmörum* áði
í svefn þegar hafstormar léttu,
blikandi bára þar hneig
breiðan og fagran við sand.
6.
Reisti þá ríkmannlegt bú
í Reykjavík þjóðfrægur kappi,
snjallvitur rekkum* svo réð,
Rosmhvala suður á nes.*
7.
Hans son var Þorsteinn hinn þarfi,
sem þingstörfum Kjalarness gegndi,
áður en eldrunnið torg
við Öxará þingstaður varð.
8.
Þess son var Þorketill máni,
á þingi sem lögsögu stýrði,
sig, þegar sótti að hel,
sólarljóss mildingi* fól.
9.
Þorkels var Þormóður hefnir,
þjóðvitur allsherjar goði,
gat sá af gumnum þá tíð
göfgastan manntírinn* sér.
10.
Hraustur og höfðingja nóti*
Hamall af Þormóði getinn,
vitur og virðingar stór
vaktaði þjóðernis lund.
11.
Fögur er feðranna saga
fornar sem ritgerðir lýsa,
félagsskap, framtök og starf
fléttuðu samheldnis bönd.
12.
Látum í þjóðerni lifa
lofsverðust feðranna dæmi,
kappkostum dugnað og dáð,
drengskap og samtökin holl.


Athugagreinar

4.1 hafrokkur = skip. Hugsanlega á þetta að vera lýsingarorð, hafrokinn, sbr. særokinn og orðið „skip“ þá undanskilið.
5.1 segl mar (hestur) = skip.
6.3 rekkar = menn.
6.4 Rosmhvalanes er táin sem gengur til norðurs út úr Reykjanesskaga. 
8.4 mildingur (konungur) sólarljóss = guð (ekki endilega guð kristinna manna).
9.4 tír = frægð, sbr. orðstír.
10.1 nóti (hér) = jafningi.