Elegískur háttur | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Elegískur háttur

Lýsing: Þessi bragarháttur hefur verið kallaður elegískur háttur sem afbrigði af grísku pentametri. Í samræmi við íslenska braghrynjandi og stuðlasetningarhefð er hann fremur settur fram hér sem þríkvæður fjögurra línu háttur.

Dæmi

Ísland! farsældafrón
og hagsælda hrímhvíta móðir!
Hvar er þín fornaldarfrægð,
frelsið og manndáðin best?
...
Landið var fagurt og frítt
og fannhvítir jöklanna tindar,
himinninn heiður og blár,
hafið var skínandi bjart.
Jónas Hallgrímsson, Ísland (1 og 3)

Ljóð undir hættinum