Vetur | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Vetur

Fyrsta ljóðlína:Unnir rjúka. Flúðin frýs.
bls.7
Bragarháttur:Ferskeytt – hringhent (hringhend ferskeytla) – hringhenda
Bragarháttur:Ferskeytt (ferskeytla)
Viðm.ártal:≈ 1925
Flokkur:Vetrarkvæði
1.
Unnir rjúka. Flúðin frýs.
Fold er sjúk að líta.
Vefur hnjúkum veðradís
vetrardúkinn hvíta.
2.
Sólareldinn syrta ský.
Svörtu kveldin falda.
Vetur heldur innreið í
ísa-veldið kalda.
– – –
3.
Láttu aldrei þjakast þótt
þrengist stundarhagur.
Eftir kalda klakanótt
kemur sólardagur.