Verklok | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Verklok

Fyrsta ljóðlína:Þungstíg / upp tröppurnar
bls.14. árg. 2016, bls. 75–76
Bragarháttur:Óháttbundið ljóð
Viðm.ártal:≈ 2025
Tímasetning:2016
Þungstíg
upp tröppurnar
inn í húsið.

Kveiki ekki ljós
í hauströkkrinu.

Framan við baðspegilinn
dreg ég af mér hálsklútinn,
bláan, mjúkan,
– hann var rándýr.

Tíni af mér
hálsmen, eyrnalokka, armbönd
og brjóstnæluna.

Legg varlega í skrínið.
Loka.

Væti hnoðra.
Augnsverta og rauður varalitur
smita hvíta bómullina.

Undir flúorljósi
fölt andlit í spegli.

Fálma eftir rakakreminu góða
sem mýkir og endurnærir,
sléttar hrukkur,
hressir húðina,
lagar allt.

Krukkan sú er tóm.