SöfnÍslenskaÍslenskaPersónuvernd:
Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn. |
Flokkar
Allt (3090)
Afmæliskvæði (14)
Annálskvæði (1)
Ádeilukveðskapur (1)
Ástarljóð (32)
Baráttukvæði (1)
Biblíuljóð (2)
Brúðkaupsljóð (9)
Bæjavísur (2)
Bænir (1)
Bænir og vers (25)
Eddukvæði (30)
Eftirmæli (41)
Ellikvæði (6)
Formannavísur (22)
Fræðsluljóð (3)
Gamankvæði (30)
Grýlukvæði (7)
Harmljóð (3)
Háðkvæði (4)
Hátíðaljóð (6)
Heilræði (10)
Heimsádeilur (8)
Helgikvæði (47)
Hestavísur (1)
Huggunarkvæði (2)
Hyllingarkvæði (2)
Jóðmæli (3)
Jólaljóð (5)
Kappakvæði (5)
Kvæði um biskupa (6)
Leppalúðakvæði (1)
Lífsspeki (5)
Ljóðabréf (18)
Náttúruljóð (50)
Rímur (204)
Sagnadansar (52)
Sagnakvæði (4)
Sálmar (417)
Sjóhrakningar (2)
Sorgarljóð (1)
Sónarljóð (13)
Særingar (1)
Söguljóð (12)
Tíðavísur (15)
Tregaljóð (6)
Vetrarkvæði (2)
Vikivakar (13)
Vögguljóð (5)
Ýkjukvæði (5)
Þjóðkvæði (1)
Þorrakvæði (4)
Þululjóð (5)
Þulur (2)
Ættjarðarkvæði (38)
Ævikvæði (5)
Ævintýrakvæði (3)
SköpuninFyrsta ljóðlína:Í upphafi ljósið Og fyrsta stundin
Höfundur:Oðýsseas Elýtis
Þýðandi:Atli Harðarson
Heimild:Són, tímarit um óðfræði. bls.14. árg. 2006, bls. 155–165
Viðm.ártal:≈ 2025
Tímasetning:2016
Skýringar
Þekktasta verk Elýtis er ljóðabókin Verðugt er það (Το %u03ACξιον εστ%u03AF / To axion esti) sem út kom 1959. Frumtextinn er því frá 1959 en er flokkaður í Braga eftir aldri þýðingar.
Í UPPHAFI ljósið Og fyrsta stundin
> þegar varirnar ennþá í leirnum > bragða á veraldar vegum Blóðið svo grænt og gullnir laukar í jörð Hafaldan undursamlega breiddi út himinsins glitrandi blæjur í svefni undir Jóhannesartrjám og háum beinvöxnum pálmum >Þar mætti ég >heiminum einn > og ég volaði og grét Sála mín leitaði Merkisbera og Sendiboða > Ég man að þá sá ég >Svörtu Konurnar þrjár lyfta höndum mót Austri Gullnar á hrygginn og smám saman hvarf burtu skýið sem skildu þær eftir >til hægri Og jurtir með framandlegt útlit Það var sólin öll með fjölda sinn af geislum og möndul í mér sem kallaði Og sá sem ég var að sönnu Sá sem ég var fyrir fjölmörgum öldum Sá sem er ennþá í eldinum ferskur og grænn og Ekki skorinn frá himni >Ég fann að hann kom og beygði sig >yfir vöggu mín sjálfs eins og minning sem orðin að nútíð tók málróm frá bárum og trjám: >„Þitt boðorð er“ sagði hann „þessi heimur >það er skrifað í iður þín sjálfs >Lestu og legðu þig fram >þú skalt berjast“ sagði hann „Vopnist nú allir“ sagði hann Og var eins og ungur Guð sem enn er að læra þegar hann breiddi út faðminn og skapaði þjáningu og fögnuð í senn. >Fyrst drógust naglarnir úr með afli hátt uppi á veggnum svo féllu þær niður Axirnar Sjö >rétt eins og Stormur >í upphafi vega þar sem fugl allt frá byrjun >ilmar að nýju svo vel sneri blóðið hreint til síns heima og óvættir tóku á sig mannlega mynd >Svo auðsætt hið Óskiljanlega Þá komu líka allir vindarnir úr ætt minni drengirnir með útblásnu kinnarnar og breiðan grænan afturenda eins og á Hafmeyjum >og aðrir fornir öldungar sem ég þekkti >með skeljahúð og vaxnir skeggi Og þeir skiptu skýinu í tvo hluta Og síðan í fjóra og blésu í Norðrið því litla sem eftir leifði Stoltur gekk Turninn mikli á breiðum fæti í vatnið Sjóndeildarhringurinn ljómandi lína svo sýnileg og þykk og óyfirstíganleg >ÞETTA er sálmurinn fyrsti. Og sá sem ég var að sönnu Sá sem ég var fyrir fjölmörgum öldum Sá sem er ennþá í eldinum ferskur og grænn Ekki gerður af höndum >dró með fingrinum línur >í fjarska sem risu stundum bratt í hæðir en fóru líka lágt í mjúkum sveigjum >ein inní öðrum mikil lönd og mér þótti lyktin af mold eins og ilmandi hugsun >Svo var það að sönnu >að trygglynd jörðin kom með mér varð hér og þar rauðleit í laumi og sums staðar þakin litlum furunálum Hæðirnar og brekkurnar dró ég svo >með letilegum hreyfingum og sem tímar liðu og höndin fékk hvíld >dali og sléttur og aftur í skyndingu stórgrýtið nakið og villt sem geysist af afli Staðnæmdist augnablik til að íhuga >eitthvað sem var torsótt eða eitthvað sem gnæfði hátt >Ólympstind eða Taygetus >„Eitthvað sem stendur með þér og hald er í >jafnvel eftir að þú ert dauður“ þá sagði hann Og dró þræði innan í bergið tók flögustein úr iðrum jarðar festi þar sem landið hallar þrep í hringi Þarna lét hann einn síns liðs >brunna úr hvítum marmara >vindmyllur >hvolfþök lítil og rósrauð >og dúfnahús há með holóttum veggjum Dygðin með sín fjögur réttu horn Og úr því hann hugsaði hve gott það er að vera hvert í annars faðmi fylltust vatnsbólin stóru af ást og góðlátleg dýr lutu höfði kálfar og kýr eins og veröldin væri laus við freistingar og það væru enn ekki til neinir hnífar „Til að þola friðinn þarftu styrk“ sagði hann og sneri sér og sáði opnum lófum >kóngaljósi, dvergalilju, klukkublómi >hverri gerð af stjörnum jarðar og allar fengu á einu laufi skorið mark um upphaf sitt >mátt og yfirburði ÞETTA er heimurinn smái og heimurinn stóri! >ÞEGAR ÉG ég hóf leit mína að útsýni og víðáttu >áður en heyrðist þytur í lofti eða tónlist (gekk ég upp endalausan rauðan sand og strokaði Söguna út með hælunum) glímdi við rúmfötin Leitaði að því sem er saklaust og skjálfandi líkt og vínekra en samt djúpt með slétta ásýnd eins og hitt andlitið á himninum Ögn af sál í jarðar leir >Þá tók hann til máls og hafið fæddist >Með undrun og aðdáun horfði ég á Og sáði í miðju þess veröldum smáum þær líktust mér sjálfum: >Hestar úr steini með reistan makka >kyrrlát og friðsamleg keröld >hallandi bök höfrunganna. Ios, Sikinos, Serifos, Milos „Hvert orð er svala svo það færi þér vor inn í sumarsins breyskju“ sagði hann „Og mikið af ólívutrjám sem sigta í höndum sér ljósið svo það breiðist létt yfir svefn þinn og mikið af söngtifum sem þú tekur ekki eftir frekar en æðaslætti við úlnliðinn en lítið af vatni svo þú hafir það fyrir Guð og skiljir hvað orð þess þýða og tréð stendur eitt enginn búsmali hjá svo það verði þér vinur og þú þekkir þess ágæta nafn jarðvegurinn undir fótum þér er grunnur svo þú breiðir ekki úr miklum rótum þótt þú leitir sífellt dýpra og himininn er víður svo þú getir sjálfur lesið það óendanlega“ >ÞETTA >er heimurinn smái og heimurinn stóri! „OG ÞENNAN HEIM þarftu að sjá og veita honum viðtöku“ sagði hann: „Líttu nú á“ Og augnaráð mitt dreifði sáðkorni yfir mörg þúsund ótroðnar ekrur hraðar en regnskúrir geysast um landið Gneistar sem skjóta rótum í myrkrið og vatn sem sprettur fram >Í þögnina ruddi ég beð til að sá í >fræjum af talmálsins hljóðum og planta sprotum af spá Ég var ennþá með hlújárn í höndum og sá stuttfættar jurtir og miklar snúa ásjónum sínum sumar geltu og aðrar ráku út úr sér tunguna: >Það var spergill það var karsi >það var hrokkinhærð steinselja >náttskuggajurt og mánabrúður >fennikan og ertublómin Leynilegir orðhlutar sem ég reyndi að nota til að segja hver ég var „Frábært“ sagði hann við mig „nú kanntu að lesa og margt muntu læra ef þú kafar djúpt í það þýðingarlausa Og þér berst liðsauki einn daginn >Mundu: >vestanvindinn glímufúsa >granateplið sem sigraði myrkrið >léttfætta logandi kossa Og orð hans þau hurfu eins og ilmur Djúpur hjartsláttur akurhænunnar sló níundu stund með fögrum hljómi >og húsin stóðu saman >lítil og ferhyrnd >boginn hvítur hurðin blá Undir vínviðnum dreymdi mig dagdrauma tímunum saman við ofurlítinn klið tíst og hjal og kvak sem barst úr fjarska >Það var storkurinn það var ljúfan-dúfan >það var fagurfuglinn >náttfarinn og sefhænan þarna voru vespur líka og smáhesturinn sem sagt er að Guðs móðir eigi Landið þar sem lendar mínar eru naktar í sólinni og aftur höfin tvö með hið þriðja á milli – sítrusaldintré af ýmsum gerðum – svo ummyndar heiðhvolfið norðvestanvindurinn svali sem næðir um skörð upp til fjalla >Neðst þar sem laufið liggur á botni >völusteina hafið fágar >jurtir blómgast >óþreyjufullir sprotar vaxa og ÞETTA er heimurinn smái og heimurinn stóri! EFTIR ÞETTA skildi ég nið haföldunnar og endalaust hvískrið í trjánum Ég sá rauð vatnskeröld standa í röð á bryggjunni og þar sem ég lá sofandi á hliðinni var tréfleki fyrir glugganum og við hann >kvað norðanvindurinn sterkum rómi >Og ég sá Fagrar naktar stúlkur sléttar á húð eins og völur í sjónum með svolítið svart milli læra og meira sem breiddist af gnótt yfir axlir >Þær stóðu uppréttar og blésu í kuðung >og aðrar skrifuðu með kalksteini >dularfull framandi orð ERSO FAH FÖHN LÓS DEIKÓLAUÐI YLITES >veikur ómur frá fugli og goðalilju >eða öðru sem sagt er í júlí Ellefta stundin fimm faðma dýpi kýtlingar borrar sargarafiskar með risastór tálkn og stuttan skutlaga sporð >Á uppleið fann ég svampa >krossfiska og sæfífla >þunnvaxna og þögla og ofar við sjávarmál þarahettur með rósrauðum lit >hálfopnar skeljar og saltjurtabreiðu „Dýr þessi orð“ sagði hann við mig „fornir eiðar sem varðveitir Tíminn og óbrigðul heyrn hinna fjarlægu vinda“ >Og þar sem ég lá sofandi á hliðinni >með tréfleka fyrir glugganum >þrýsti ég púðanum fast að brjósti mér >og augun fylltust af tárum Ást mín var komin á sjötta mánuð og dýrmætt það frjó sem í iðrum mér hrærðist >ÞETTA >er heimurinn smái og heimurinn stóri! „En fyrst muntu sjá auðnina og færa henni hugsun þín sjálfs“ sagði hann „Auðnin kemur á undan hjarta þínu og líka á eftir því þá heldur hún áfram >Og þetta eitt skaltu vita: >Allt sem þú bjargar innan úr eldingunni >varir í eilífum hreinleik“ Og hátt yfir öldunum reisti hann þorpin úr grjóti >Og löðrið þyrlaðist þangað sem ryk >veikbyggða geit sá ég sleikja úr skorningum bergsins með skásett augað og líkamann harðan sem kvars Í öll þau ár sem Spekin um mælti lifði ég við engispretturnar og þorstann og fingur með hrufóttum liðamótum Nótt eftir nótt grúfði ég yfir pappírum og seig í mjóum þræði niður í botnlausar bækur ég leitaði að hvítu allt til þess svartasta af svörtu Að von þar til tárin féllu Og unaði fram á ystu brún örvæntingarinnar Þar kom að hjálp skyldi send og það kom í hlut rigningarinnar >lækirnir hjöluðu allan daginn >ég hljóp eins og óður maður í brekkunum reitti ég ilmandi blöðin af trjánum og vindarnir átu brúðarlauf úr lófa mínum „Það óspjallaða“ sagði hann „er það sama hér í brekkunum og í iðrum þín sjálfs“ Og hann breiddi út hendur sínar eins og gamall og spakvitur guð sem skapar leir og það himneska í senn Kynti upp fjallatinda svo þeir urðu næstum glóandi og festi í giljunum grænan og óbitinn gróður >sítrónujárnurt lofnarblóm myntu >og örlítil spor eftir klaufir á lömbum fallandi af hæðum á öðrum stað fíngerðir þræðir úr silfri, svalandi lokkar stúlku sem ég sá og sem ég þráði >Raunveruleg kona >„Það óspjallaða“ sagði hann „það er hún“ og ég gældi við líkamann fullur af þrá tenntir munnarnir mættust í kossi, svo hvort inní öðru >Ég var skekinn >sem akkerisfesti í djúp >þar sem hellarnir anda Á ilskónum hvítum fór bergmál eitt augnablik hjá í skyndingu hornfiskur ofan í sjónum og í hæðum með fell fyrir fót Og sól fyrir höfuð með krúnu sá ég stíga upp Sporlaust Hrútinn þann Mesta Og sá sem ég var að sönnu Sá sem ég var fyrir fjölmörgum öldum Sá sem er ennþá í eldinum ferskur og grænn og Ekki skorinn frá himni >hvíslaði þegar ég spurði – Hvað er gott? Hvað er illt? – Tákn Tákn og ofan á því heldurðu jafnvægi og ert raunverulegur lengra í burtu eru óreiða og myrkur en bak við það gnísta englarnir tönnum – Tákn Tákn og á því getur þú haldið endalaust áfram að öðrum kosti er ekkert lengur til Á vogarskálunum voru eðlishvatir annars vegar hins vegar ljósið þegar ég breiddi út hendur og >ÞETTA >er heimurinn smái og heimurinn stóri! ÞAR SEM STUNDIRNAR snerust eins og dagar með stórum fjólubláum laufum á klukku garðsins voru >Vísarnir ég sjálfur þriðjudagur miðvikudagur fimmtudagur júní júlí ágúst Benti á það óhjákvæmilega sem kom framan í mig eins og saltpækill Stelpuskordýr og Fjarlægir gneistar frá Írisi regnbogagyðju – >„Allur þessi tími sakleysisins >tími hvolpa og nýgræðings >löngu áður en neitt varð Nauðsynlegt“ sagði hann mér Og ýtti hættunni burt með einum fingri Á höfða í sjó fram lét hann svartar augabrúnir Fosfórnum jós hann úr óþekktum stað >„Svo þú sjáir“ sagði hann „innan í >líkama þín sjálfs >æðar úr kalíni mangani >og kalkaðar eldgamlar >leifar af ást“ Og hjarta mitt herptist þá saman af krafti í fyrsta sinn brakaði inní mér timbur um nótt þegar ugluvælið kom nær >og blóð einhvers sem var búið að drepa >sneri aftur til mannheima Langt fyrir handan, við útjaðar sálar minnar, sá ég >að húskarlar laumuðust hjá háir vitar Kastalar slútandi fram af hengiflugi Pólstjarnan Heilög Marína með djöfla sína og ára Og langt handan við öldur hafins á Eyjunni vogskornu með ólívulundafirðina Fannst mér ég sjá bregða fyrir eitt augnablik þeim sem gaf blóð sitt svo ég yrði hold að hann gengi upp grýtta slóð Dýrlingsins >einu sinni enn >Einu sinni enn drap hann fingri í vötnin í Geras og kveikti á þorpunum fimm >Papados Plakados Paleokipos >Skopelos og Mesagros arfur og eignarlönd fjölskyldu minnar. „En núna“ sagði hann „verður hin önnur ásýnd þín að koma upp í ljósið“ og löngu fyrr en mér komu í hug merki um eld eða útlínur grafhýsis >Þar sem engum var unnt að sjá >beygði hann sig >með útréttar hendur >og útbjó Neindirnar miklu í jörðina >og líkama mannsins: Neind Dauðans fyrir Nýfædda Barnið sem Kemur Neind Morðsins fyrir hinn Réttláta Dóm Neind Fórnarinnar fyrir Makleg Málagjöld Neind Sálarinnar fyrir Ábyrgð á Öðrum Og Nóttin þrenningarfjóla gamals tungls sem var sagað út úr heimþrá með rústir yfirgefinnar myllu og meinlausan þefinn af taði fann sér stað innan í mér Andlitin breyttu um hlutföll; þyngdin dreifðist öðru vísi Harður líkami minn var akkeri sem seig ofan í menn þar sem voru engin önnur hljóð >en undirgangur harmagrátur og kveinstafir >og brestir í ranghverfu andlitsins Af hvaða tilvistarlausa ættbálki er ég kominn og þá fyrst skildi ég >að hugsun Hinna >hallandi eins og egg á gleri >skarst í gegnum mig þar sem ég stóð Uppréttur Ég sá greinilega inn í húsin eins og þau hefðu enga veggi gamlar konur ganga þar um með lukt í hendi það voru sprungur á enni þeirra og líka í loftinu og hinir voru ungir menn með yfirskegg og byssubelti >þöglir >með tvo fingur á skeftinu >og aldir liðu. „Sjáðu“ sagði hann „þetta eru Hinir sem verða ekki Þeir sjálfir án Þín og Þú verður ekki heldur án Þeirra Sjáðu“ sagði hann „þetta eru Hinir >og mikilvægast af öllu að þú horfist í augu við þá ef þú vilt að ásýnd þín haldist >og sé óafmáanleg. Af því margir ganga í svörtum skyrtum og aðrir tala tungumál broddgaltanna Hráætur og Vatnaþumbar Hveitiskræfur og Öskufés og Stefnuvargar Hópum saman og brúnafjöldinn á krossi >Ferhyrnunnar. Ef þú ert að sönnu stöðugur og horfist í augu við þá“ sagði hann „er líf þitt hvasst og þú stjórnar“ sagði hann >„Vopnist nú allir“ sagði hann Og sá sem ég var að sönnu Sá sem ég var fyrir fjölmörgum öldum Sá sem er ennþá í eldinum ferskur og grænn og Ekki skorinn frá himni >Gekk inn í mig og Varð >sá sem ég er Klukkan þrjú um nótt barst fyrsta hanagalið >úr fjarska yfir kofana Í augnablik sá ég Háreistar Súlur Rétthyrndan Myndflöt með Sterklegum Dýrum og Menn sem báru Guðlega Speki Sólin fékk svip sinn Höfuðengillinn mér til hægri um aldir alda >ÞETTA er þá ég >og heimurinn smái og heimurinn stóri! |