Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
Leiðindi | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Leiðindi

Fyrsta ljóðlína:Hversu mig leysast langar
bls.69–70
Bragarháttur:Átta línur (þríliður) þríkvætt AbAbbAAb
Viðm.ártal:≈ 1850–1875
1.
Hversu mig leysast langar
leiðinda-inni frá.
Mér finnst sem dimmir drangar
draugalegir að sjá
hátt mér of höfði gnæfi
í hrinum ölduglaums.
Betur að sætt ég svæfi
í sælu grafardraums.
2.
Hversu mig leysast langar
lífsins frá harmaglaum
og svefninum sofna langa
sem hefur engan draum.
Mörg þó að gremi grandi
í gröf mér verður rótt
þar eilífð óþrjótandi
ein verður hvíldarnótt.
3.
Hversu mig leysast langar
lyga-rógs-bæli frá
hvar druslur hræsnis hanga
heiftræknis snögum á,
þar sem að bróður bróðir
blekkir með svik og tál
og armar þursaþjóðir
þykjast af asnasál.
4.
Hversu mig leysast langar
lyga-rógs-bæli frá
þar eitraðir þyrniangar
á allra veg mér slá.
Ó, hvað ég glaður gengi
að gröf frá stöðum þeim!
Já, fagnaðar mér fengi
að fara úr þessum heim.