Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
Lindin | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Lindin

Fyrsta ljóðlína:Lindin kvað og lék sér við
Höfundur:Friðrik Hansen
bls.24–27
Bragarháttur:Ferskeytt – hringhent (hringhend ferskeytla) – hringhenda
Bragarháttur:Ferskeytt (ferskeytla)
Viðm.ártal:≈ 1925
Tímasetning:1916
Flokkur:Náttúruljóð
Fyrirvari:Ath. fleiri hættir eru í ljóðinu en þeir tveir sem greindir eru.
I
Lindin kvað og lék sér við
litla, glaða drenginn
bátaraðir bar á hlið
beint á hraða strenginn.

Þá var létt um leik og dans,
ljóðin fléttuð saman,
yfir skvett og öldukrans
óskir réttu gaman.

II
Kem ég litla lindin, nú,
lindin, þig að finn
þar sem fyrst ég byggði bú
bernsku-viða minna.

Löngum man ég, lindin mín,
léttu, kviku sporin,
og hvernig ljúfu ljóðin þín
lyftu þrá á vorin.

Sit ég einn við sama stein
sem ég átti hjá þér.
Lindin mín svo ljúf og hrein,
lát mig heyra frá þér.

Leyf mér enn við ljóðin þín
litla stund að dreyma
eins og þegar æskan mín
átti hjá þér heima.

Seiddu hingað sanna ró
sem að engin týnir.
Allir runnu út í sjó
æskudraumar mínir .

Það var kvöld er kvaddi ég þig
og hvarf á hafið bjarta.
En söngvar allir seiddu mig
síðan þér að hjarta.

Heyrði ég aðra út í frá
óma miklu hærri,
óðlög hrein í ást og þrá,
engin þínum kærri.

Hér er græna gilið mitt,
grundin, mosinn, tóin.
Láttu kæra kvæðið þitt
kvika út um móinn.

III
Hvað er þetta, kæra lind?
Hví er þögn í runni?
Ertu bara orðin mynd
endurminningunni?

Hví er græna gilið þurrt?
Geislar leirinn brenna.
Hví er litla lindin burt,
lindin hætt að renna?

IV
Varstu, tæra, ljúfa lind,
lífið mér að sýna,
sýna mér að sinni mynd
seinast allir týna?

Kannski þú sért kominn í ský,
kannski dögg á smárum?
Hver veit nema þú komir í
hvítum himintárum?

Efnin koma í aðra mynd
eftir að glata hinni.
Getur skeð þú, litla lind,
lifir í eilífðinni?

V
Æska, þú varst óskarík,
nú eru þær flestar horfnar.
Ertu, sál mín, líka lík
lindinni sem þornar?