Veturinn | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Veturinn

Fyrsta ljóðlína:Ekki hvítur / heldur sítrónugul birta í austri
Höfundur:Ingunn Snædal
bls.8. árg. bls. 24
Bragarháttur:Óháttbundið ljóð
Viðm.ártal:≈ 2000
Tímasetning:2010
ekki hvítur
heldur sítrónugul birta í austri
blá ísrönd á himnum
bleik og græn norðurljós
æðandi á undan mér
í auðninni

ekki heldur kaldur
heitur
eins og augnaráð mitt
á úlpuklæddu baki þínu

eins og blóðið sem dunar
í eyrum mér
þegar þú þrýstir hönd mína
gegnum lopavettling

ekki dimmur
lýsandi bjartur
eins og bláminn í augum þínum
brothættur spegill