Særingar | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Særingar

Fyrsta ljóðlína:Gæti ég dregið áhrínsorð úr djúpi hugans
bls.9. árg. bls. 73
Bragarháttur:Óháttbundið ljóð
Viðm.ártal:≈ 2000
Tímasetning:2011
Gæti ég dregið áhrínsorð úr djúpi hugans,
ákallað með þeim
ættarfylgjuna,
leitað hefnda utan takmarka
æðruleysis og fórna?
Étið mold
í togklæddum félagsskap
Stekkjarmóra
frænda míns?
Get það ekki?

Getur afl sársauka og reiði
borið mig
um skammdegisnætur
til enn dimmari staða?
Þangað sem þjóðvegir óvildar liggja?

Ég er löngu lögð af stað.

Á undan mér fóru aðrir,
vígbjuggust
engu fúsari
engu vissari
og föruneytið engu fremur
af þessum heimi.