Þrjár vísur út af hvalskurði á Lónssandi í Hegranesi | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Þrjár vísur út af hvalskurði á Lónssandi í Hegranesi

Fyrsta ljóðlína:Flestum jafnt út vonsku vo
bls.25
Bragarháttur:Ferskeytt (ferskeytla)
Viðm.ártal:≈ 1800
Tímasetning:1801

Skýringar

Vísur þessar og skýringar við þær standa með hendi Gísla Konráðssonar utanmáls í handriti Espólíns að Sögu frá Skagfirðingum og felldi Einar Bjarnason þær inn í söguna í uppskrift sinni. Skýringar Gísla við vísurnar eru svohljóðandi: „Það haust [þ.e. 1801] rak hval á Lónssandi; skyldi standa fyrir honum Jón bóndi Bjarnason á Bakka og þótti ærið harðdrægur og selja okursfullt; bætti og ei um, þá Gísli Jónsson conrector kom til með Jóni. Þá voru þessar vísur kveðnar og eigna flestir Eyjólfi Péturssyni í Rein: [. . .] Eftir það tók út hvalinn og rak aftur á Garðssand; stóð fyrir honum eftir það Sigurður son Jóns Egilssonar, er átti í Staðarmáli.“*
*Sigurður var einn þeirra sem ákærður var fyrir að hafa fjarlægt lík Reynistaðabræðra á Kili úr tjaldi og rænt fjármunum þeirra.
1.
Flestum jafnt út vonsku vo,
virðum skapti undur,
hrafn sem kjafta hafði tvo
hart þeim gapti í sundur.
2.
Asnar settu upp eyrun sín,
að þá rétt vel sprangað,
hrafnar, kettir hundar, svín
hoppuðu grettir þangað.
3.
Veiðibjalla í vondum ham
vann þar lalla að framan,
hreiðurballa hún þá nam
hina alla saman.