SöfnÍslenskaÍslenskaPersónuvernd:
Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn. |
Flokkar
Allt (3042)
Afmæliskvæði (14)
Ádeilukveðskapur (1)
Ástarljóð (32)
Baráttukvæði (1)
Biblíuljóð (2)
Brúðkaupsljóð (9)
Bæjavísur (2)
Bænir (1)
Bænir og vers (25)
Eddukvæði (30)
Eftirmæli (40)
Ellikvæði (6)
Formannavísur (22)
Fræðsluljóð (3)
Gamankvæði (30)
Grýlukvæði (6)
Harmljóð (3)
Háðkvæði (4)
Hátíðaljóð (6)
Heilræði (10)
Heimsádeilur (7)
Helgikvæði (47)
Hestavísur (1)
Huggunarkvæði (2)
Hyllingarkvæði (2)
Jóðmæli (3)
Jólaljóð (5)
Kappakvæði (5)
Kvæði um biskupa (6)
Leppalúðakvæði (1)
Lífsspeki (5)
Ljóðabréf (18)
Náttúruljóð (50)
Rímur (204)
Sagnadansar (36)
Sagnakvæði (4)
Sálmar (417)
Sjóhrakningar (2)
Sorgarljóð (1)
Sónarljóð (13)
Særingar (1)
Söguljóð (9)
Tíðavísur (15)
Tregaljóð (6)
Vetrarkvæði (2)
Vikivakar (13)
Vögguljóð (5)
Ýkjukvæði (5)
Þjóðkvæði (1)
Þorrakvæði (4)
Þululjóð (4)
Þulur (2)
Ættjarðarkvæði (38)
Ævikvæði (5)
HrafninnFyrsta ljóðlína:Yfir mold sig miðnótt breiddi
Höfundur:Edgar Allan Poe
Þýðandi:Einar Benediktsson
Heimild:Einar Benediktsson: Ljóðmæli I. bls.124–131
Viðm.ártal:≈ 1925
1. Yfir mold sig miðnótt breiddi,mæddur, krankur huga' eg leiddifyrri manna forn og kynleg fræði ýms er ræktu þeir.Höfgi mér á hvarma þægt sé heyrist mér þá líkt og vægt sédrepið högg á dyrnar, — hægt sé drepið léttum fingri. „Heyr.Það er gestur,“ þuldi’ eg lágt, „við þrepskjöld dyr að knýja, heyr;aðkomandi, ekki meir.“
2. Þetta var á Ýlisóttu,aldrei gleymi' eg þeirri nóttu;skaust um gólfið skuggi hljótt og Skalf í glæðum arinfeyr.Birtu þráði' eg; bætur réði bók mín engin döpru geði.Leónóru, lífs míns gleði, lík til grafar báru þeir.Hún með englum ljósum lifir, ljúfa nafnið geyma þeir,nafn sem menn ei nefna meir.
3. Skrjáfaði í skarlatstjöldum,skulfu kögur huldum völdum;hrolli ollu, engu sinni áður kunnum, gnýir þeir.Hjartslátt setti að mér illan, og eg margtók til að stilla' hann:„Þetta er gestur. Gjörla vill hann, gengið sé til dyra, heyr.Seint á ferli er þar einhver úti fyrir dyrum, heyr.Aðeins það og ekki meir.“
4. Óx mér þor, svo eg að bragðiopnum dyrum sló og sagði:„Eg bið, maður eða kona, afsakanir mínar heyr.Sannlega því svo er varið, sofna var eg, þá var bariðog um hurðu fingrum farið, furðu léttir voru þeir;naumast urðu högg á hurðu heyrð, svo léttir voru þeir.“ —Auðn og myrkur, ekkert meir!
5. Undrandi með ógn í hjartaút ég starði í húmið svarta;draum þann fyrr ei dreyma þorði dauðlegan neinn jarðarleir.Ríkti þögn í rökkurtómi, rofin engum minnsta hljómi.Heiti eitt í hálfum rómi, hennar sem í moldum þreyr,nefndi' eg milli næmra veggja, nafnið aftur kváðu þeir,þetta eina orð, ei meir.
6. Ég var sestur aftur inni,eldur brann í sálu minni,er þá barið öðru sinni enn, og nokkuð gleggra. „Heyr,glugginn er það öllu heldur, að ég hygg sem þessu veldur;af því hann er illa felldur, ónáða mig brestir þeir.Sláðu, hjarta, hægt á meðan hygg ég að hvort smellir þeireru vindþot eða meir.“
7. Opnum þá ég hlera hrindihoppar inn úr næturvindi,aldinn hrafn en blakkir breiðir berja loftið vængir tveir.Þessi hræfugl herralegi húsráðanda kvaddi eiginé eitt spor hann vék úr vegi en vatt sér upp á mynd úr leir,sem ég átti yfir dyrum oná Pallasmynd úr leir,settist upp og ekki meir.
8. Eg var hryggur í þann tímaog þó lá mér við að kímaer ég krumma kæki leit, svo kringilegir voru þeir.„Þótt ei hamur þinn sé fagur, þú ert“, sagði ég, „ekki ragur.Þaðan, forn og furðu magur fugl, þú komst, sem ljósið deyr.Greindu mér þitt hefðarheiti heima þar, sem ljósið deyr.“Innir hrafninn: „Aldrei meir.“
9. Gól mér krákur orð í eyra,undrum sætir slíkt að heyra,þó að lítil þýðing væri í þessu svari: Aldrei meir.Því menn játa, vil ég vona, að varla maður eða konanokkur hafi séðan svona sitja fugl á hvítum leir,yfir dyrum sitja svona svartan fugl á hvítum leirer sig nefndi „Aldrei meir.“
10. Heyrði' eg orð úr hægum sessihann ei mæla fleiri' en þessi,eins og hefði hinsta andvarp hrafnsins verið „Aldrei meir.“Hljóður sat hann, hreyfðist varla — í hljóði mæli eg þá, að kalla:„Sá ég víkja vini alla; vonir svíkja eins og þeir;þessi fugl, hann fer á morgun frá mér burtu eins og þeir.“Enn kvað hrafninn: „Aldrei meir.“
11. Forviða' eg á fuglinn horfði,féll það svar svo vel í orði;„Eflaust“, sagði eg, „orðaforða á ei meiri hrævageir.Þetta er mæðumanns af tungu máltak lært í böli þungu,sem þau orð í eyrum sungu, eltu líkt og skuggar tveir,klukkuhljómar sárra sorga, sviknra vona skuggar tveir,raunaorðin: Aldrei meir.“
12. Þótt mig harmur bitur bítibrosandi ég stólnum ýtiút að dyrum; uppi lít ég eira fugl á hvítum leir.Læt mig svo í sæti detta saman grun við grun ég flétta:„Til hvers mundi þylja þetta þrámálugur vængjafreyr,hvað helst meina mun sá forni myrki, leiði vængjafreyrmeð þeim orðum: Aldrei meir?“
13. Leita ég að sönnum svörum,sit og mæli' ei orð af vörum;hvarmasteinar hvassir brenna hrafns mér innst í brjósti tveir.Mér að silkisvæfli' eg halla, sinni þungu gátur fjalla;geislar ljóss um flosið falla, — frá mér liðna báru þeirhana sem þar hvíldist fyrrum. Hún úr kaldri dauðans eirhverfur aftur — aldrei meir.
14. Finnst mér þá sem ilmker andiangan þungri og loftið blandi.Segi' eg hátt: „Þar svifu um gólfið serafim með brugðinn geir.Englum með þinn herra hefur hingað sent þig, krummanefur.Fró og líkn sem frið mér gefur, fró og líkn mér bera þeir.Teyga huggun harms og gleymdu henni sem í moldum þreyr.“Innir hrafninn: „Aldrei meir.“
15. „Spáfugl“, sagði eg, „fúli fjandifugls í líki, vondi andi,hvort þér Satan hratt til strandar hingað eða næturþeyr,kominn ertu að auðu landi, ógnum fylltu, í töfrabandi;greið þó andsvör óhikandi einni spurning minni: Heyr,er í Gileað ennþá balsam? Eg bið spurning þessa heyr.“Innir hrafninn: „Aldrei meir.“
16. „Spáfugl“, sagði eg, „fúli fjandifugls í líki, vondi andi,særi eg þig við himinhátign hans sem djúpt við lútum tveir.Segðu mér hvort sorgum slegin sálin þessi hinum meginmuni fá að faðma mey er fullsæl nú með englum þreyr,faðma undurfríða mey er fullsæl nú með englum þreyr?“Innir hrafninn: „Aldrei meir.“
17. „Herm þau orð í hinsta sinni“,hrópa eg þá í bræði minni;„snúðu heim þars eilíf ýlir eyðinótt í veikum reyr.Enga fjöður eg vil finna enga minning lyga þinna;burtu! lát mig einan inni, ólánsblakki hrævageir.Tak þinn svip úr sálu minni og svarta mynd af hvítum leir.“Innir hrafninn: „Aldrei meir.“ –
18. Hrafninn situr, hrafninn situr,hljóður, kyrr og aldrei flytur,fyrir mínum augum er hann yfir hurð á bleikum leir,líkur allri ógn og firnum, illri vætt með köldum glyrnum;geislar á hann glitra og stirna, á gólfið mynd hans bregða þeir.En mín sál við svarta skuggann, sem á gólfið bregða þeir,skilur aldrei – aldrei meir! |