Kveðja Bakkusar | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Kveðja Bakkusar

Fyrsta ljóðlína:Bakkusi eg löngum laut
bls.45–46
Bragarháttur:Ferskeytt (ferskeytla)
Viðm.ártal:≈ 0
Tímasetning:1877
1.
Bakkusi eg löngum laut
lífs á fjörgu dögum
og drakk þá til að dreifa þraut
dálítið með slögum.
2.
Þó bleytti eg grön við brennda veig
bjúgu dýrs af horni
aldrei samt mig yfir steig
öldra drottinn forni.
3.
Vorkunn er þó vari eg mig,
veiklast þrekið lúna,
hann er farinn að herða sig,
eg hef það ekki núna.
4.
Aldrei honum orða eg níð,
af ’onum hafði eg gaman,
því við hann eg á yngri tíð
átti leiki saman.
5.
En fussum þessum vonda vætt,
við hann skilið segi.
Þeim er heill, sín getur gætt
grýttum fjörs á vegi.