Stefjahrunsvísur | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Stefjahrunsvísur

Fyrsta ljóðlína:Austræn smábörn hoppa í hóp
Heimild:Kaldavermsl.
Bragarháttur:Stefjahrun – óbreytt (hrunhent, uppdráttur eða vikivakalag)
Viðm.ártal:≈ 1950
1.
Austræn smábörn hoppa í hóp.
Hýr er kolsvört brá.
Pólsk og hebresk ærslaóp
ungum vörum frá.
2.
Ein er fegurst. Augun frá,
undir dökkum lokk,
mjúkir sortaglampar gljá,
glitra um hvítan flokk.
3.
Ég horfi á barnsins brúnu kinn.
Brennur hugur minn. –
Langar mig að líta þinn
litla glókollinn.
4.
Langar mig að líta þín
ljúfu augun, blá
sem heiðavötn, er skærast skín
skýlaus sól þar á.