Stefjahrun – óbreytt (hrunhent, uppdráttur eða vikivakalag) | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Stefjahrun – óbreytt (hrunhent, uppdráttur eða vikivakalag)

Kennistrengur: 4l:[o]-x[x]:4,3,4,3:abab
Bragmynd:
Lýsing: Stefjahrun (hrunhent, uppdráttur eða vikivakalag) er ferhendur háttur og er eins og ferskeytt með fjórar kveður í frumlínum og þrjár í síðlínum og er sá einn munur að allar braglínur eru stýfðar og síðlínur því einu atkvæði styttri en í ferskeyttum hætti. Óbreyttur er hátturinn víxlrímaður og án innríms.
Þessi háttur kemur stundum fyrir í elstu rímum innan um ferskeytt, til dæmis í Sörlarímum sem taldar eru ortar á 14. öld. Virðist þar ekki gerður munur þeirra hátta. Háttarins gætir síðan lítið um tíma en kemur svo upp aftur. Guðmundur Bergþórsson (um 1657–1705) nefnir breytt afbrigði háttarins stefjahrun í fimmtugustu og þriðju rímu af Olgeiri danska.

Dæmi

Eins og hæfir milda mær,
minnast vil eg þín,
meðan leikur ljóðablær
létt um hugtún mín.
Sveinbjörn Beinteinsson, Háttatal, bls. 13 – 71. vísa

Ljóð undir hættinum

Lausavísur undir hættinum