Yngisfólkið segir | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Yngisfólkið segir

Fyrsta ljóðlína:Ég hef lyst jafnvel að reisa bú
Heimild:Lbs 851 4to.
bls.80
Bragarháttur:Óregluleg hrynjandi, rím og stuðlar
Viðm.ártal:≈ 1825
Flokkur:Fræðsluljóð

Skýringar

Fyrirsögn fyrir ofan erindið:
„Þetta hefur kveðið Björn Sigurðarson skáld í Skagaf.“
Ég hef lyst jafnvel að reisa bú;
ég þarf fyrst: jörð, stúlku /: bónda/, hest og kú,
kistur, fötur, kollur trog, kvörn, smiðju, sái,
kláfa sængurklæði, vog; kamphníf /: klúta, tröf/ ljái;
fjárhús, pál, fjöld smíðatóla,
bækur, stál, borð, reiðskap, stóla,
ær, heynál, efni, skósóla;
eldsgögn, húsdýr, amboð, mat;
iðni, forstand, ánægt geð,
einn vilja tveggja.
Gefist blessan Guðs þar með
gleðst lyndi beggja.