Óregluleg hrynjandi, rím og stuðlar | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Óregluleg hrynjandi, rím og stuðlar

Lýsing: Línur hafa mismörg ris og jafnvel erfitt að skilgreina hvar línuskil eru nema höfundur sé þekktur og eiginhandrit hans tiltæk. Í Danslilju, sem hér er tekin sem dæmi, eru ris í línu ýmist tvö, þrjú eða fjögur.
Línur eru yfirleitt rímaðar (allar í bragdæminu) en dreifing ríms er óregluleg. Rímið er ýmist ein-, tví- eða þrírím og fylgir ekki alltaf áherslum (sáðtíð:hlíð) og er stundum ófullkomið (hlýtt þar: bláar:grænar:vænar; dikandi:blikandi:ilmandi).
Braglínur taka oftast þátt í stuðlun en dreifing stuðlanna er óregluleg án þess þó yfirleitt að ganga gegn almennum reglum um staðsetningu stuðla, sbr. að í bragdæminu er stuðlunin: S:H:SS:H:SS:H:S:S:H:S:S:H:SS:SS:H:SS.

Dæmi

Við í lund,
lund fögrum, eina stund
sátum við sáðtíð,
sól rann um hlíð.
Hlé var hlýtt þar;
háar og bláar,
ljósar og grænar
liljurnar vænar
í laufguðum skans
þar báru sinn krans,
sem brúðir með glans
búnar í dans;
doppum dikandi,
blöðum blikandi
blómstur ilmandi
við lyktuðum lands;
[...]
Þorlákur Þórarinsson: Danslilja, upphaf

Ljóð undir hættinum